Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 31
2. árg. . Júlí-sept. 1929 V A K A
Ásgeir Ásgeirsson:
Málfrelsi*
Við erum hér saman komin í
tilefni af 40 ára afmæli þing-
og héraðsmálafunda Vestur-ísa-
fjarðarsýslu. Tilefnið er ærið til
að halda hátíð. Þessir fundir hafa
verið lyftistöng fyrir héraðið.
Forystumenn héraðsins hafa hitzt
til að bera saman ráð sín.Hugsanir
þeirra hafa skýrzt við umræðu.
Afl þeirra hefir aukizt við átökin,
og viðkynning vaxið og vinátta
tekizt, sem hefir brúað fjarlægð-
irnar milli fjarða og flokka. Þeir,
sem stofnuðu til þessara funda
fyrir 40 árum, eru margir enn
léttir í spori og ungir í anda svo
að undrum sætir. Það má sjá það
á honum Kristni Guðlaugssyni,
svo ég nefni hann einan, hvaða
þýðingu slík fundarhöld og félags-
hyggja hefir til að halda hugan-
um ungum og viðkvæmum fyrir
öllu því, sem horfir til framfara
og umbóta.
Ég tek það til dæmis, að á
fundi í gær, þá var þegnskyldu-
vinnan tekin til umræðu og há-
tíðabrigðis. Maður skyldi halda, að
það væru helzt ungmennafélag-
ar, sem höguðu sér svo, en ekki
fundur roskinna og ráðsettra
manna, sem flestir hafa verið í
hreppsnefnd um langt skeið, odd-
vitar, hreppstjórar eða sýslu-
nefndarmenn. En það var ekki að
heyra, að hin þunga hönd ell-
innar og lífsreynslunnar héldi
niðri viljanum til vaxtar og við-
gangs í málefnum héraðsins og
þj óðarinnar. Þvert á móti voru hinir
eldri menn vonbeztir um, að sam-
einuð þegnskaparvinna og þjóðar-
uppeldi væri til þess líklegast að
beina æskulýðnum inn á hinar
réttu brautir, landi og þjóð til
heilla og hamingju. Fulltrúarnir
fara nú heim af þessum fundi
með þeim ásetningi, að styðja að
því, hver í sinni sveit, að þegn-
skyldunámskeið fyrir unglinga
verði nú upp tekin, ef ekki
annars staðar, þá a. m. k. hér
í Vestur-ísafjarðarsýslu. Ég nefni
þetta aðeins til dæmis um
þann anda, sem svífur yfir ung-
um og gömlum á hinum sameigin-
legu fundur fyrir alla hreppa
sýslunnar, þar sem rædd eru hin
óleystu viðfangsefni, — lifað svo
að segja nokkur ár fram í tím-
anum í trú og bjartsýni. Það er
þessi andi, sem svo oft stígur nið-
ur og verður að veruleika í fram-
kvæmdum héraðsbúa. Fyrst er
*Ræða haldin á 40. afmæli þing- og
héraðsmálafundar Vestur-ísafjarðar-
sýslu að Núpi í Dýrafirði 9. júlí.
189