Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 44
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939
hér í friðsælu stofunni hans, þar
sem nauðsynjar lífsins bárust
honum áhyggjulaust. Eina starfið
hans, að kynda miðstöð hússins,
var svo umsvifalítið og hægt, að
ekki varð saman jafnandi við
gegningar og sjósókn í hretviðra-
sömum útkjálkafirði. Og þó að
hann kynni ekki fyllilega að meta
þessi veraldarinnar þægindi, varð
ég aö skoða það sem ástæðulausa
rellu, sem fremur væri sprottin
af misskilningi en staðhæfum
veruleika. Sitthvað mundi vera
honum til ama, þó að hann hefði
fengið að berjast áfram við sín
fyrri kjör og slíta þar sínum lúðu
kröftum fyrir aldur fram. Auk
þess var það miklu síður mín sök
heldur en dóttur hans, að svo var
nú breytt kjörum hans, og vildi
ég ógjarnan þyngja hug minn
með slíkri ábyrgð.
En hvernig sem í þessu lá, var
það augljóst, að kistan sú arna,
með því, sem í henni var geymt,
var hans bezta afþreying í myrk-
viði borgarlífsins. Öflun þeirra
muna , sem í kistunni voru, fór
fram á þann hátt, að nokkuru
eftir að gamli maðurinn flutti til
okkar suður, tók hann sig upp í
sumarleyfi heim á gömlu slóðirnar
sínar. Hann dvaldi þar um
tveggja mánaða skeið og vann þá
ótrauður að því að afla sér nokk-
urra minja, sem gætu verið hon-
um einskonar brú heim í fjarðar-
dalinn, Bifröst sú, sem hans betri
maður gæti farið eftir inn á
Breiðablik horfinnar æfi. Að hinu
leytinu var í herberginu bóka-
202
kostur hans, nokkrar gamlar og
snjáðar, en að öðru leyti vel hirt-
ar bækur í dálitlum skáp við
fremri enda kistunnar. Þar
var helzt að finna bækur hins
eldri tíma og það ekki fjölbreytt
né umfangsmikið safn. Bar þar
mest á guðsorðabókum, íslend-
ingasögum og rímum. Ennfremur
voru þar bækur Þjóðvinafélags-
ins frá upphafi, „Atli“ gamli,
skáldsögur Jóns Thoroddsens og
eitthvað af nýrri bókum. En það
var víst hvort tveggja, að gamli
maðurinn hafði aldrei verið neitt
sérlega bókhneigður og lítinn
tíma haft aflögu frá daglegu
störfunum, enda kallaði hann
þetta bækurnar konunnar sinnar
sáluðu. Svo mikið var víst, að
innihald kistunnar var hans ein-
asti helgidómur jarðneskrar ná-
lægðar. Enginn vissi til fulls,
hvað í henni var. Aðeins höfðum
við hjónin fengið nasasjón af því,
þegar hann var að taka það upp
úr kössunum, sem það var flutt
í suður og raða því niður í kist-
una. Við höfðum lítilsháttar innt
eftir því við hann, hvað væri hér
á seiði.
„O, það er ekki þess vert að fara
margra á milli“, svaraði hann
með fálæti í röddinni.
Hvorugt okkar hafði verulegan
áhuga fyrir þessu, og árum sam-
an var hann einn um þetta leynd-
armál sitt. Þegar sonur okkar
komst á það vitsmunastig og
þekkingar að geta sett upp líking-
ar milli fjarskyldustu hluta, gaf