Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 74

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 74
V A K A 2. árg. . .Júlí-sept. 1939 það, að enn væri hún í skólanum, og hennar rúm væri eitt í langri röð rúma. Svo bærði sonur henn- ar kannske allt í einu á sér. Þá kom hún til sjálfrar sín aftur og gætti þess að hræra sig ekki hið minnsta, til þess að barnið vakn- aði ekki. Fyrstu dagana uppgötvaði hún eitt og annað, sem vanrækt hafði verið í fjarveru hennar. Sótið hafði ekki verið hreinsað af botni pottanna. Það hafði í för með sér óþarfa eldiviðar eyðslu, því að þeir hitnuðu seinna en ella. Kertastjakarnir voru þaktir vaxi, sem runnið hafði niður eftir þeim úr kertunum. Þannig voru marg- ir hlutir, sem þjónustufólkið ekki veitti athygli. Um langa hríð hafði gamla konan ekki látið sig heim- illisstörfin neinu varða. Hún veitti þeim því ekki athygli frem- ur en það. í marga daga var unga konan önnum kafin við að koma öllu í samt lag á heimilinu. Aldrei var minnzt á það, hvort hún mundi aftur fara að heiman. Ef hún mælti orð frá vörum — en það skeði mjög sjaldan — var það til þess að segja börnunum eitthvað eða athugasemdir viðkomandi heimilisstörfunum. Gamli mað- urinn gaf henni nánar gætur. Ef hann hóf óvænt máls á einhverju, hrökk hún við og náði ekki valdi yfir sér fyrr en hún vissi, um hvað mál hans fjallaði. Þetta sá gamli maðurinn og hann sagði við konu sína: „Aldrei framar megum við senda þetta barn okk- 232 ar burtu aftur. Þú sérð hvernig hún er — hún er óstyrk og hor- uð — hversu mikið hefir hún ekki orðið að þola!“ Hann ásakaði hana aldrei. En þrátt fyrir það beið hann bréfs- ins frá syni sínum milli vonar og ótta. Sannleikurinn var sá, að hann hafði enn ekki skýrt Yuan frá því, að kona hans sætti sig við að hann tæki sér aðra konu. Enn var hann þess fullviss, að hann gæti skýrt fyrir unga mann- inum, hversu mikils virði kona hans hafði verið bernskuheimili hans, hvernig allt hennar líf hefði snúizt um þau og þetta heimili, að hún gæti ekki — þrátt fyrir mikinn dugnað og skyldu- rækni í hvívetna — sniðið sig eftir hinu nýja lífi.að félagsskapur hinna menntuðu,orðhvötu kvenna væri ekki við hennarhæfioghæfi- leikar hennar mundu ekki fá not- ið sín í slíku umhverfi. Nei, Yuan yrði að sætta sig við það, að hún yrði á heimili þeirra, hann gæti komið þangað aftur, þegar hann lysti, en dvalið með vinum sín- um í borginni öðru hvoru. Þetta var efni bréfsins í aðalatriðum og nú beið gamli maðurinn eftir svari sonar síns. (Niðurlag næst). Vegna rúmleysis í þessu hefti gat framhaldssögunni ekki verið lokið eins og fyrirhugað var. Nú eru eftir ca. 6 síður af sögunni og verður því hœgt að Ijúka henni i nœsta hefti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.