Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 72

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 72
VAKA 2. árg. . Júlí-sept. 1939 við. Nei, hún varð að snúa heim aftur. Og meðan fyrirlesarinn flutti mál sitt með hárri, skýrri rödd sat hún niðurlút, hugsaði ráð sitt — og gaf upp alla von. Hún eygði aðeins einn kost: hverfa heim aftur. „Ég sný aftur til heimilis míns,“ hugsaði hún. „Ég annast um börnin mín og tengdaforeldra mína. Ég bið tengdaföður minn að skrifa eiginmanni mínum á þessa leið: „Ég get ekki verið þér eiginkona í tvennum skilningi. Ef þér er nauðsynlegt að eiga einnig konu af nýju gerðinni, þá verður þú — enda þótt hjarta mitt bresti — að fá aðra konu á heimili þitt í borginni. Ég verð á heimili tengdaforeldra minna sem áður og annast um þau og börn- in!“ Þegar hún hafði ákveðið þessa lausn vandamálsins varð hugur hennar fullur af djúpri sorg, sem þó var betri en örvænt- ingin, því að nú sá hún möguleika til að komast aftur til barna sinna. Undir eins og fyrirlestrinum var lokið og nemendurnir höfðu yfir- gefið sætin sneri hún sér til for- stöðukonu skólans og mælti á þessa leið: „Ég held, að ég verði að hverfa aftur til heimilis míns. Hugur minn víkur ekki frá börn- unum og það er hverju orði sann- ara að ég get ekkert lært hér.“ Forstöðukonan var mjög vin- gjarnleg, útlend kona, en hún hafði ekki mikinn tima til að gefa sig að hverjum einstökum nemenda. Hún svaraði því blátt 230 áfram og vingjarnlega: „Ef til vill hafið þér rétt fyrir yður. Það er kannske bezta ráðið að þér snúið heim aftur. Mér þykir þetta mjög leitt.“ Þótt hún brosti, var mjög auðvelt að geta sér þess til, að hugur hennar var bundinn við aðra og þýðingarmeiri hluti. Kona Yuans tók því saman muni sína og yfirgaf skólann. Og þrátt fyrir tveggja mánaða dvöl innan veggja hans var hún þar enn svo framandi, að enginn veitti burtför hennar athygli. En hún bjó um föggur sínar, greiddi skuld sína á skólanum, hvarf út um hlið hans og tók sér far heimleiðis með skipi, er sigldi upp fljótið, svo rólega og hik- laust, að enginn mátti af því marka hug hennar og fákunn- áttu um það líf, sem lifað er utan veggja heimilisins. Á fjórða degi kom hún heim. Heimilisfólkið var allt í Pæon- garðinum. Gamli maðurinn var að láta bera áburð að jurtunum undir veturinn. Þau virtu hana fyrir sér andartak án þess að mæla orð frá vörum og virtust ekki geta trúað sínum eigin aug- um. Hún flýtti sér að hefja máls til þess að þau fengju ekki tæki- færi til að spyrja neins áður en hún skýrði frá orsökum fyrir hinni skyndilegu komu sinni. Hún leit á tengdaföður sinn og röddin var í senn innileg og á- kveðin: „Ég verð að sjá af honum. Já, ég sætti mig við það. Það er bezt að hann fái sér aðra konu —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.