Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 25
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A
ið. Þar verður að vera nægilegt
hveravatn til upphitunar og foss-
ar til rafvirkjunar, svo að við
fáum sem bezt notað orkulindir
þessa lands. Skólarnir yrðu fjöl-
sóttir skemmti- og gististaðir á
sumrum, bæði af innlendum og
útlendum ferðamönnum. Verður
þar nokkuð bætt úr þörfinni fyrir
góð gistihús úti um land vegna
vaxandi straums erlendra ferða-
manna hingað. Mundi skólunum
græðast með þessu fé, sem ætla
mætti að nægði a. m. k. til við-
halds skólunum og munum þeirra.
íslenzka þjóðin hefir verið
fóstruð í sveitum landsins um
aldaraðir. En á síðustu áratugum
hefir þetta breytzt og naumast
til bóta, þegar alls er gætt. Ég
hygg, að við ættum aftur að
hverfa á fornar slóðir í þessu, að
svo miklu leyti, sem því verður
við komið. Við ættum að gera
sveitirnar að uppeldis-og fræðslu-
stöðum fyrir hina vaxandi kynslóð
svo sem hægt er. Það er skynsam-
legast, séð frá fjárhags- og upp-
eldislegu sjónarmiði. Unglingum
verður ekki valið ákjósanlegra
umhverfi á vaxtar- og þroska-
árunum, og með því réttum við
nokkuð hlut sveitanna gagnvart
kaupstöðunum. Unglingarnir, sem
fá þar menntun sína, eru ekki
líklegir til að ala með sér þann
hugsunarhátt, að sveitirnar séu
ómagar á þjóðarheildinni, eins og
sumir íbúar kaupstaðanna halda
fram. Þeir munu þvert á móti öðl-
ast skilning á því, hvað þær hafa
verið þjóðinni okkar og hvert
hlutverk þær hafa enn í dag —
og þá er vel farið. Þá mun það
koma í ljós, að fólkinu fjölgar í
sveitinni og með því er dregið úr
atvinnuleysinu, sem einungis er í
bæjunum. Þannig munum við í
senn vinna að bættu uppeldi æsk-
unnar og upprætingu á atvinnu-
leysinu og þá er vel farið.
Höí’Undur kvæðisins á næstu síðu, Loftur Guðmundsson kennari í
Vestmannaeyjum, er 32 ára að aldri.Hann er fæddur og uppalinn að
Þúfukoti í Kjós. Loftur lauk prófi frá kennaraskólanum í Reykjavík
og stundaði síðan nám að Tárna í Sviþjóð. Þar lagði hann einkum
stund á leikfimi og bókmenntasögu. Kennari hans í bókmenntasögu
var dr. Levan, nú rektor í Uppsölum. Dr. Levan hefir stundað nám við
Dramatiska skólann í Stokkhólmi og hefir mikinn áhuga fyrir leik-
list. Má án efa leita þangað að nokkru orsaka fyrir því, að hugur
Lofts hefir einmitt hneigzt að þeirri grein bókmenntanna öðrum frem-
ur. Loftur hefir ort ljóð, ritað smásögur og samið leikþætti, en fátt
eitt af því hefir enn birzt opinberlega. Síðast en ekki sízt hefir hann
samið Brimhljóð, sorgarleik í fjórum þáttum, sem Leikfélag Reykja-
víkur er nú að æfa og sýnir á hausti lcomandi. — Kvæðið, sem hér
birtist, er hið fyrsta af nokkrum kvæðum, er hafa sameiginlega aðal-
fyrirsögn, Dansleikur í sveit. Síðar mun Vaka birta leikþátt eftir Loft.
183