Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 36

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 36
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 leit, vinna og rannsóknir. Það vantaði enn umsögn sjálfrar nátt- úrunnar. Sagan var því aðeins hálf, en hér greinist hún og flóknar. Þátt- takendum fjölgar. Vettvangurinn verður jörðin öll. Hér á eftir verður reynt að rekja þróunar- sögu áburðarefnanna í aðaldrátt- unum. — Á Liebigs dögum þekktu menn almennt aðeins húsdýra- áburð og kalk. Þó vissu menn, að áburður (kalí) var í tré- og þang- ösku og phosphor var í beinum, en meðhöndlun annarra áburð- arefna, þótt nokkur væru þekkt, var enn ekki almennt kunn. í leit næstu ára og áratuga fannst mikið og margt og þekkingin breiddist óðfluga út. Phosphor Þess var getið í síðasta kafla, að Englendingurinn J. B. Lawes reisti fyrstu áburðarverksmiðj - una árið 1843. Lawes var þá aðeins 29 ára. Verksmiðjan var „beina- verksmiðja“. Hann leysti beinin upp í brennisteinssýru, að ráði Liebigs. Áburðurinn var kallaður Superphosphat. Félagi Lawes hét Gilbert og hafði hann verið læri- sveinn Liebigs í háskólanum í Giessen. Þeir félagarnir unnu saman í 58 ár, eða til dauða Lawes árið 1900. (Væri betur ef allir duglegir menn væru jafn- langlífir þeim). Á búgarði sínum, Rothamsted, stofnaði Lawes til- raunastöð og gaf hana ensku stjórninni. Þar er nú stærsta vísindastofnun Englands í bú- 194 fræðum. — En akrarnir gátu ekki fitnað af beinunum einvörðungu, því var enn leitað og fundust brátt margskonar efni með phos- phor og voru efni þessi ýmist af lífrænum eða ólífrænum upp- runa. Það fundust í ýmsum löndum phosphatnámur og urðu Englend- ingar fyrstir manna til að nema eftir, 1847. Frá þessu ári til árs- ins 1935 óx árlega framleiðsla námaphosphats í heiminum úr 500 tonnum upp í 11,67 miljónir tonna. Milli þessara talna er auð- vitað mikil saga. En öldum saman hafa verið til fljúgandi áburðarverksmiðjur. Orðið „gúanó“ hvað vera komið af perúíska orðinu „huano“, sem þýðir áburður. Áburður þessi er aðallega á klettaeyjum við strönd Perú og einnig við vesturströnd Afríku. Hann á uppruna sinn að rekja til sjófugla, aðallega pelí- kana, sem halda til á eyjum þess- um og auka þær. — Fuglar þess- ir eru frá nefi til stéls litlar en ötular verksmiðjur og inniheldur áburðurinn phosphor, köfnunar- efni og eitthvað af kalí. Guano var mikið unnið og minnkaði. En nú voru járn í eldinum. Það virðist í fljótu bragði æði merkilegt, að áburður skuli fást við stálbræðslu, en sagan er þessi: Rétt eftir miðja síðustu öld varð gagnger breyting á stáliðnaðinum í Evrópu. Þá komu til sögunnar nýir bræðsluofnar, sem kenndir eru við Bessemers, og voru þann- ig gerðir, að blása mátti lofti inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.