Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 36
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939
leit, vinna og rannsóknir. Það
vantaði enn umsögn sjálfrar nátt-
úrunnar.
Sagan var því aðeins hálf, en
hér greinist hún og flóknar. Þátt-
takendum fjölgar. Vettvangurinn
verður jörðin öll. Hér á eftir
verður reynt að rekja þróunar-
sögu áburðarefnanna í aðaldrátt-
unum. — Á Liebigs dögum þekktu
menn almennt aðeins húsdýra-
áburð og kalk. Þó vissu menn, að
áburður (kalí) var í tré- og þang-
ösku og phosphor var í beinum,
en meðhöndlun annarra áburð-
arefna, þótt nokkur væru þekkt,
var enn ekki almennt kunn. í leit
næstu ára og áratuga fannst
mikið og margt og þekkingin
breiddist óðfluga út.
Phosphor
Þess var getið í síðasta kafla,
að Englendingurinn J. B. Lawes
reisti fyrstu áburðarverksmiðj -
una árið 1843. Lawes var þá aðeins
29 ára. Verksmiðjan var „beina-
verksmiðja“. Hann leysti beinin
upp í brennisteinssýru, að ráði
Liebigs. Áburðurinn var kallaður
Superphosphat. Félagi Lawes hét
Gilbert og hafði hann verið læri-
sveinn Liebigs í háskólanum í
Giessen. Þeir félagarnir unnu
saman í 58 ár, eða til dauða
Lawes árið 1900. (Væri betur ef
allir duglegir menn væru jafn-
langlífir þeim). Á búgarði sínum,
Rothamsted, stofnaði Lawes til-
raunastöð og gaf hana ensku
stjórninni. Þar er nú stærsta
vísindastofnun Englands í bú-
194
fræðum. — En akrarnir gátu ekki
fitnað af beinunum einvörðungu,
því var enn leitað og fundust
brátt margskonar efni með phos-
phor og voru efni þessi ýmist af
lífrænum eða ólífrænum upp-
runa.
Það fundust í ýmsum löndum
phosphatnámur og urðu Englend-
ingar fyrstir manna til að nema
eftir, 1847. Frá þessu ári til árs-
ins 1935 óx árlega framleiðsla
námaphosphats í heiminum úr
500 tonnum upp í 11,67 miljónir
tonna. Milli þessara talna er auð-
vitað mikil saga.
En öldum saman hafa verið til
fljúgandi áburðarverksmiðjur.
Orðið „gúanó“ hvað vera komið
af perúíska orðinu „huano“, sem
þýðir áburður. Áburður þessi er
aðallega á klettaeyjum við strönd
Perú og einnig við vesturströnd
Afríku. Hann á uppruna sinn að
rekja til sjófugla, aðallega pelí-
kana, sem halda til á eyjum þess-
um og auka þær. — Fuglar þess-
ir eru frá nefi til stéls litlar en
ötular verksmiðjur og inniheldur
áburðurinn phosphor, köfnunar-
efni og eitthvað af kalí. Guano
var mikið unnið og minnkaði. En
nú voru járn í eldinum.
Það virðist í fljótu bragði æði
merkilegt, að áburður skuli fást
við stálbræðslu, en sagan er þessi:
Rétt eftir miðja síðustu öld varð
gagnger breyting á stáliðnaðinum
í Evrópu. Þá komu til sögunnar
nýir bræðsluofnar, sem kenndir
eru við Bessemers, og voru þann-
ig gerðir, að blása mátti lofti inn