Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 70
VAKA 2. árg. . Júlí-sept. 1939
finna sem þig, dóttir mín?“ Svo
andvarpaði hann aftur og taætti
við með biturri rödd: „En þú
kannt hvorki að lesa né skrifa!
Nú á tímum virðist nauðsynlegt
að konur kunni að lesa og skrifa.“
Nú heyrðist hátt og gremju-
legt óp utan úr garðinum, þar
sem drengurinn var aö leika sér.
Undir öllum venjulegum kring-
umstæðum hefði móðir hans
tafarlaust skundað út í garðinn.
En að þessu sinni hreyfðist ekki
svo mikið sem einn dráttur í
andliti hennar. Hún virtist ekki
heyra til hans.
Nú tók gamla konan til máls.
Hún bar ótt á og talaði hátt.
„En hvað vakir eiginlega fyrir
honum? Við hverju býst hann?
Jú, auðvitað veit ég, hvað þetta
þýðir. Hann hefir kynnzt ein-
hverri, sem honum lízt betur á.
Þetta hefst upp úr þessum sigl-
ingum til annarra landa.“
Gamli maðurinn lyfti hendinni
til þess að gefa henni til kynna,
að hún skyldi þagna.
„Þú skilur þetta ekki, þú móðir
sonar míns. Ef málavextir væru
þessir, þá hefi ég að minnsta
kosti ekki séð þessa konu. Enda
benti hann á leið til að leysa
þetta vandamál. Hann sagði:
„Látið konu mína ganga á skóla
um þriggja ára skeið. í hafnar-
bænum er skóli, með útlendri for-
stöðukonu, sem ég þekki. Fyrir
mín orð ætti konan mín að
geta fengið skólavist þar, enda
þótt hún sé mjög óvenjulegur
nemandi. Þar mundi hún læra að
228
semja sig að háttum nútíma
kvenna. Hún lærir ekki aðeins að
lesa og skrifa, heldur einnig
hvernig hún á að kenna börnum
sínum það, sem nauðsyn ber til
að þau nemi.“
Nú var gömlu konunni nóg
boðið. Hún fór að hlægja. Hlát-
urinn var óstyrkur, skjálfandi.
Yfir andlit ungu konunnar
breiddist daufur roði og augu
hennar stóðu full af tárum.
„Það er hverju orði sannara,
ég veit ekkert,“ sagði hún auð-
mjúk. „Yuan hefir rétt fyrir sér.
Hvernig ætti ég að hæfa honum?
Ég skal ganga í skóla, fyrst hann
álítur það nauðsynlegt. En fyrst
verð ég að viðra loðfeldina og
búa allt undir komu vetrarins.
Að því búnu skal ég fara.“ Svo
bætti hún við, og röddin bar þess
vitni, hve órótt henni var innan
brjósts: „Já, ég skal fara, fyrst
hann vill ófrávíkjanlega að ég sé
eins og allar hinar!“
En hvernig getur móðir horfið
til baka í rás tímans og orðið
ung stúlka öðru sinni? Hún sleit
sig frá grátandi börnunum og sá
hlið skólabyggingarinnar lokast
á hæla sér. Henni var vísað á
eitt rúm af mörgum í stórum
svefnsal og sæti við eitt af borð-
unum í skólastofunni. En hvern-
ig átti hún að gleyma því, hver
hún var? Að vísu voru ýmsir
vingjarnlegir við hana, jafnvel
hinir kynlegu útlendingar, sem
henni fundust fráhrindandi
vegna þess, hve hörundslitur
þeirra var framandi. En hún lét