Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 4
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939
Þrennt liggur til grundvallar.
að liggur aðallega þrennt til
grundvallar fyrir henni (þ. e.
till. til þingsályktunar um þegn-
skylduvinnu). í fyrsta lagi það, að
kenna öllum landsmönnum þýðing-
armikla vinnu; í öðru lagi miðar
hún að því að venja þá við reglu-
bundna stjórn, og í þriðja lagi er
tilgangurinn með henni að rækta
landið og bæta. Hér er um gagn-
legan, verklegan skóla að ræða fyrir
þíóðina, skóla, sem oss vantar til-
finnanlega, skóla, sem allir karlar
á landinu undantekningarlaust eiga
að læra í mjög þarflega landvinnu,
skóla, er styrki og æfi taugar og
vöðva þeirra manna, er eigi hafa
vanizt líkamlegri vinnu, skóla, er
veiti sjómanninum þekkingu á að
rækta jarðarblett kringum húsið
sitt, og glæði áhuga hans á að gera
það.
Hermann Jónasson á Alþingi 1903.
rétt handtök, góða ástundun og
hæfilegan röskleika.
Til líkamsæfinga gangi 2 klst.
Áherzla lögð á sund, sem allir læri.
Pyrsta starfið við hverja aðalvinnu-
stöð sé að útbúa gott sundstæði. Má
eigi dvelja til lengdar nema þar,
sem það er framkvæmanlegt. Vinna
sú, er gengur til að koma upp góð-
um sundstæðum, er mikilsvirði fyrir
þau héruð, sem geta notið þeirra...
Til hreinlætis og þjónustubragða
ganei 1 klst. undir nánu eftirliti og
tilsögn kennara.
Til fyrirlestra og umræðu um það,
sem kennt er, gangi 1 klst. Áherzla
einkum lögð á aflfræði, útskýring á
verkfærum, jarðrækt, þrifnað og
aðra háttsemi.
Til borðhalds og frjálsra afnota
gangi 4 klst.
Svefn 4 klst.
Hermann Jónasson.
(Andvari 1908.)
„Demokratisk“ þýffing.
ö érsiaklega vil ég leggja áherzlu
^ á þá miklu demokratisku þýð-
ingu, sem slík þegnskylda hefði í
för með sér; þetta, að ráðherrason-
urinn verður að liggja við hliðina
á kotungssyninum í tjaldi uppi á
heiðum og starfa að líkamlegri
vinnu í landsþarfir, það álít ég vera
sérstaklega affarasælt. Ég vil ekki
draga úr því með því að leyfa
mönnum að kaupa sig lausa undan
þegnskylduvinnunni, eins og til-
lagan fer fram á; það eitt, ef ein-
hver er óverkfær aumingi getur
undanþegið.
Þórhallur Bjarnajson á Alþingi 1903.
Þegnskyldan í framkvæmd.
Tjl yrirkomulaginu má haga marg-
víslega, og er bezt að reynslan
skeri úr því, hvað hentast er. Ég
vil þó benda á það, sem einkum
hefir vakað fyrir mér. Tíminn
skiptist í 3x8 klukkustundir í sól-
arhring, er notist þannig:
Til vinnu gangi 8 klst. Áherzla
einkum lögð á reglubundna stjóm
og lipra tilsögn, hagkvæm verkfæri,
Þýffingarmikiff spor
í þjóffaruppeldinu.
'C'g hefi getið þess, að fyrir mér
væri þegnskylduvinnan þýðing-
armikið spor í sjálfu þjóðaruppeld-
inu. Hún á að fylla upp í eyðu bók-
skólanna okkar. Kenna ungu fólki
aö vinna undir heilbrigðum aga og
tengja hugi æskumannanna við hið
starfandi líf þjóðfélagsins...
Gull skapgerðarinnar verður að
minnstu leyti unnið úr bókum og
lexíum. Það verður að vinnast úr
hinu harða grjóti reynslunnar
sjálfrar og stælist við eld og ís þess
lífs, sem ekki er eintómt meðlæti,
ekki eintóm réttindi en engar, eða
fáar skyldur... Þegnskylduvinnan
á ekki að vera nein bráðabirgðar
atvinnuleysis- og kreppuráðstöfun.
Hún á að vera djarflegt menningar-
spor stigið fyrir ókomna tímann,
fyrir ókomnar aldir, og vissulega
væri það gleðilegt tímanna tákn, ef
æskan sjálf ætti nú höfuð frum-
kvæðið að því, að þetta spor yrði nú
stigið.
Hannes J. Magnússon.
(Tíminn 1939.)
162