Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 75

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 75
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A M&lfrelsi Frh. af bls491 Það eru nú alvarlegir tímar, og engan veginn hættulausir. Okkar helgustu erfðavenjum um sam- starf og stjórn er meiri hætta bú- in en nokkru sinni áður. Það, sem bezt sameinar þjóðina, eru sameig- inlegar endurminningar og sam- eiginleg hætta. Það sáum við bezt árið 1930 á hátíðarstundu og það sjáum við nú á hinum erfið- ustu tímum. Það stendur svo sér- staklega á um okkur íslendinga, að hættunum getum við mætt með endurminningunum. Við munum verjast vel, ef við erum minnugir sögunnar. Það var ein gæfa þessarar þjóðar, að hinn mesti stjórnmálamaður, sem þjóð- in hefir átt, Jón Sigurðsson, skyldi jafnframt vera okkar mesti sagn- fræðingur. Og hvenær, sem við heyrum raddir um það, að við ættum að haga málum okkar eft- ir óskum einhvers einræðisríkis, biðja um vernd þess, eða yfirleitt hafa einræðisríki til fyrirmyndar um stjórnskipulag á nokkurn hátt — þá eigum við öll að geta svarað einum rómi, skýrt og afdráttar- laust: Vér mótmælum allir! Það er svar okkar litlu þjóðar, sem frægust er af þingræði sínu og friðarvilja, gegn allri áleitni einræðisafla hversu geigvænleg- ur, eða ísmeygilegur sem áróður- inn er. Hér þarf ekki að rífa allt til grunna og byggja upp af nýju — því hornsteinarnir eru vel og traustlega lagðir fyrir þúsund ár- um. Samfelld og vaxandi þróun, í samræmi við eðli þjóðarinnar og sögu, leiðir okkur öruggt til þess þroska, sem okkur er áskapað að geta náð. Hvað vantar íslenr.ka prcsta? Frh. af bls. 218 prestar og trúaðir leikmenn, dragi af sér dálítið af sleninu og ættu þeir þá að geta áorkað þrennu til umbóta. í fyrsta lagi geta prestarnir, ef að þeir aðeins skilja svo lítið betur, hvað til friðar heyrir (og „gera meira en þeir geta“), lagt enn þá meira á sig til að vera sam- an; jafnframt ætti það að vera til um- bóta, að þeir flyttu hina almennu fundi sína yfir á haustið. Og þeir geta lagt reglubundnari rækt við sitt andlega einkalíf — en um það mun ég ræða síðar. í öðru lagi geta prestarnir og trúaða fólkið i söfnuðunum lagt meiri áherzlu á það að vera saman og talazt við og biðja saman um sannindi trúarinnar og viðfangsefni lífsins. En hætt tel ég við, að lítið verði úr þessu öllu saman og að ráð þessi reynist litlu betur en ráð músanna um að hengja klukkuna á köttinn, nema þriðja ráðið nái fram að ganga. En það er að gera prestunum dálítið hægara fyrir um allt þetta á veraldlegu hliðina. Þar verður trúaða fólkið í landinu og þeir aðrir, sem traust hafa á þjóðnýtu eðli kirkjunnar, fái hún að eins að njóta sín, að drífa ákveðna umbót. Sumu á því sviði verður vitanlega ekki um þok- að, en sumu má þoka til, sé vilji til þess: skilningurinn á því, að þetta er þjóðarnauðsyn. Það má bægja starfs- kröftum prestanna meir frá óskyldum störfum með löggjöf og launakjörum, er gera þeim fært að snúa bakinu við hinum og þessum (oft misheppnuðum) tilraunum til tekjuöflunar utan em- bættis. Jafnframt væri þeim gert fært að verja tíma og fé til að hittast og vera saman meir en nú verður að hlíta. Þetta er í sannleika undirstöðuatriði, sem alls ekki verður farið í kring um. Það verður að horfast í augu við það — sé á annað borð nokkur alvara og ein- lægni í óskinni um viðgang kristins þjóðlífs á íslandi. 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.