Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 33
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A
miðað við það að treysta foringj-
ann í sessi, gera hann sterkan,
svo hann haldi velli gegn inn-
lendum og erlendum andstæðing-
um. Eitt aðfinnsluorð hefir fallið,
og menn eru sóttir inn á heimil-
in, hrifsaðir úr faðmi konu og
barna, lokaðir inni í gaddavírs-
fangelsum — þar til kannske eftir
nokkrar vikur að nokkrir járn-
gráir, þungstígir hermenn koma
aftur á heimilið með líkkistu á
milli sín og skýra frá því, að
heimilisfaðirinn hafi framið
sjálfsmorð. Síðan er haldinn
vörður um líkkistuna, sem ekki
má opna, þar til jarðarförin hefir
farið fram. — Þetta er sönn saga,
þó ótrúleg sé. Eitt aðfinnsluorð,
sem njósnarar snapa upp — og
heimilisfaðirinn er horfinn úr tölu
hinna lifenda.
Það er á þessum bakgrunni,
sem við þurfum að líta á okkar
eigið stjórnskipulag, svo það
skiljist, hvað við höfum á unnið
og hvað við höfum að vernda.
Þegar svona fregnir berast frá
löndum, sem við áður töldum
menningarlönd, þá skilst oss að
málfrelsi, félagsfrelsi og kosning-
arréttur er enginn hégómi eða
orðagjálfur, heldur öryggi vort
og traust, sjálft andrúmsloft þess
skipulags, sem við búum við. Við
höfum mikla arfleifð að vernda,
umburðarlyndi í umgengni, hóf í
hegningum, íhlutun allra um
stjórn og örlög lands og þjóðar.
Við höfum engan páfa, sem tali
með guðs rödd, — og svo hafi hinn
syndugi lýður ekkert að gera ann-
að en hlýða í auðmýkt og hugsun-
arleysi. Nei, erlent einræði, hvort
sem það er rautt, brúnt eða svart,
er af austrænum uppruna, eins
og öll grimmd og harðstjórn, en
íslenzk þróun í skipulags- og þjóð-
félagsmálum, er spunnin af há-
norrænum toga. Heiðskír hugsun
heiðninnar hefir hér á Norðurl.
runnið saman við miskunn kristn-
innar og myndað þau þjóðfélög,
sem nú gnæfa hæst og eru til
fyrirmyndar. Við höfum ekkert að
læra af þeim, sem nú hafa stillt
almanakinu aftur á miðaldir. Of-
stækið er einnar ættar, hvort sem
það birtist í trúmálum eða stjórn-
málum og ofbeldið kúgar — en
kemur engum til neins þroska.
Það er ekki vandi að velja. Ann-
arsvegar heróp og ofstæki, en
hinsvegar er treyst á umræður,
vit og þekking. Það er eins og að
eiga að velja á mili berserks og
spekings, milli Gríms ægis og Úlf-
ljóts, sem setti hin fyrstu lög hér
á landi. í einræðislöndunum er
berserksgangur á stjórnmála-
mönnum; njósnarar skjótast í
jörð niður, koma upp í opna
skjöldu og spúa eitri. En i lýð-
ræðisríkjum á viðureignin að vera
svipuð því, sem er í íslenzkri
glímu. Það verður hvergi hjá við-
ureign komizt milli ólíkra sjónar-
miða, hagsmuna og geðsmuna —
en viðureignin á að lúta réttum
leikreglum, vera lipur og snörp, án
þess að bolast, og hver glíma að
enda með handtaki. Hin íslenzka
glíma er vissulega ímynd hins
fagra leiks. Frh. á bls. 233.
191