Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 37
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A
í bráðið járnið en við það breytt-
ust eiginleikar þess og bötnuðu.
Þó fylgdi böggull þessu skamm-
rifi. Með uppgötvun þessari
sköpuðust Englandi mikil fríð-
indi, því svo að segja alls staðar
nema þar var of mikið phosphor
í járninu til þess að góður á-
rangur fengist.
Hér var því sögunni komið svo,
að nauðsyn mikil var á samrým-
ingu. Járniðnaðurinn þurfti að
losna við phosphor en áburðar-
iðnaðinn vantaði phosphor. Ung-
ur þýzkur námafræðingur, sem
hét Thomas, sló þessar tvær
flugur í einu höggi og leysti
þrautina 1879. Thomas stundaði
um þessar mundir af miklu
kappi efnafræðinám í kvöld-
skóla einum í London. Lausnin
var í því fólgin að fóðra skyldi
járnbræðsluofnana að innan með
múrsteinum, sem innihéldu að-
eins viss efni þ. e. kalkleir, magn-
esia og steinkolatjöru.
Járnnámur Frakka og Þjóð-
verja urðu nú jafngóðar þeim
ensku og um leið fékkst ágætt
áburðarefni, hið svokallaða
„Thomasmél“. Verðið á nothæfri
phorphorsýru lækkaði um helm-
ing. 1930 hafði notkunin af
Thomasméli náð 2,5 miljón tonna
og mörg óræktarmýri og -heiði
hafði breytt lit og gildi.
Kalí
Jafnhliða phosphoriðnaðinum
þróaðist kalíiðnaðurinn úr þang-
brennslu í vísindalegan stóriðnað.
í flestum saltnámum var fyrir
ofan sjálft saltlagið misjafnlega
þykkt lag með beizkum kalísam-
böndum. Sérstaklega í Strassfurt
í Mið-Þýzkalandi höfðu menn
svo áratugum skipti ekki vitað,
hvað gera skyldi við þennan sí-
vaxandi úrgang, sem allt ætlaði
að fylla. En þá kom á daginn að
fyrir plönturnar er kalísalt jafn-
nauðsynlegt og matarsalt er fyrir
mennina. Úrgangshrúgurnar, sem
hingað til hafði rignt yfir regni
og formælingum, fengu nú snögg-
lega verðgildi. Menn tóku að seyða
þetta úrgangssalt og breyta því
í áburð og smámsaman varð úr-
gangurinn við saltnámurnar í
Strassfurt þýðingarmeiri en mat-
arsaltið.
Og þegar svo Hollendingurinn
van’t Hoff leiddi vísindin enn
betur fram á völlinn og sýndi
hvernig vinna skyldi Chlorkalíum
úr frumsalti, var sigurinn unninn.
Framleiðslan óx og verðið lækk-
aði. Á árunum 1929—’37 óx kalí-
notkunin í heiminum um helm-
ing (100%). 1937 var hún 2 milj-
ónir og 50 þúsund tonn. 43 þús-
undir verkamanna unnu þá í
kalíiðnaðinum.
Köfnunarefni
Jörðin hafði launað leitina og
látið mönnum í té kalk, kalí og
phosphat. Hún hafði orðið tiltölu-
lega vel við þeim beiðnum, sem
menn leituðu til hennar með hvað
þessi „Liebigs-efni“ snerti, en enn
er eftir að minnast á eitt efnið,
köfnunarefnið. — Þýðingarmikið
og söguríkt efni.
195