Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 52
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939
uavio Jónsson: Kvæði þetta orti Dav-
íð Jónsson á Kroppi
í Eyjafirði 26. febrúar
Til æskmmai* s.l. og flutti sama dag
í afmælisfagnaði U.
M. F. Framtíðin að
Hrafnagili.
JEska, ég hylli þig á þessum degi,
þig, sem vilt ganga frjáls á manndómsvegi,
örugg og sterk á hœli hopar eigi,
hér þó við marga tálman stríða megi.
Saga vors lands er stórra sigra saga,
sársauka blandin þó um marga daga.
Þolgœði, drenglund, ást til heimahaga,
hugrekki í þrautum létti margan baga.
Bjartsýna œska, meira Ijós um landið
lœtur þú skina, treystir félagsbandið.
Sveinar og meyjar, þér, sem verkin vandið,
vökumenn þjóðar, hrœðizt ekki grandið.
Réttláta œska, virð þú lög í landi,
lýðfrélsis gœttu, þó að kaldan andi,
hvarvetna bíður vegur þinn og vandi,
verkefnin sýnast nœstum ótœmandi.
Stórhuga œska, brjót þú byggðarfjötra,
brenndu í eldi þínum vora tötra,
hér má ei neinn í hcegðum sinum lötra,
háðungarbikar ekki lengur sötra.
Þjóðnytjastörf í kveifarskap ei kafni,
konungleg hugsjón vakni mörg og dafni,
framtiðin bendir, bjart er fyrir stafni.
Baráttumerkið: fram í Drottins nafni.
210