Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 24
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939
þjóðhagslegu sjónarmiði er sjálf-
sögð og eðlileg. Það er flutningur
beggja menntaskólanna út í sveit.
*
Bæði hér og á Akureyri eru
byggingar menntaskólanna svo
gamlar og hrörlegar, að hús-
rúm þeirra fullnægir alls ekki
þeim kröfum, sem gerðar eru. Þær
munu því á næstu árum verða
reistar að nýju. í því sambandi
ætti að stofna til happdrættis
eins og fyrir háskólabygginguna.
Aðsókn að þeim er nú svo mikil,
að margir verða frá að hverfa.
Er illt til þess að vita, því að
æskilegt er að þeir fái að læra,
sem hafa löngun og getu til.
Veigalítil rök mæla með því, að
endurbyggja skólana í bæjunum.
Þeir eru ekki ætlaðir þessum
tveim bæjum fremur en öðrum
hlutum landsins og íbúar þeirra
eiga ekki kröfurétt á hendur þjóð-
félaginu um að sjá þeim fyrir
góðum menntaskilyrðum fyrir
börn sín á kostnað annarra borg-
ara. Skólarnir í bæjunum eru ó-
eðlilega kostnaðarsamir. Með því
að hafa þá þar, eru aðrir borg-
arar skattlagðir til þess að halda
uppi þessari sérréttindaaðstöðu
tveggja bæja. Skólana á auðvitað
að starfrækja þar, sem það er
heppilegast með tilliti til lands-
manna í heild, en það er ein-
mitt við góð skilyrði í sveit. Skóla-
vistin yrði a. m. k. helmingi ó-
dýrari á þann hátt. Skólarnir
yrðu samskólar með heimavistum
með líku sniði og Laugarvatns-
skóli er nú. Húsnæði yrði ókeypis.
182
Dvalarkostnaður nemenda ætti
ekki að þurfa að veröa hærri en
50 krónur á mánuði, að óbreyttu
verðlagi. í Reykjavík er ekki hægt
að komast af með minna en 100
krónur á mánuði fyrir fæði, hús-
næði og þjónustu, og algengt er,
að meiru sé eytt. Sést bezt á því
munurinn. — Ef til vill gæti dval-
arkostnaður á hinum nýju skól-
um orðið enn minni, ef þeir rækju
bú og framleiddu sjálfir kjöt,
mjólk og allt grænmeti til neyzlu
í skólunum.
í þessum skólum yrði ólíkt betri
aðstaða til náms og nemendurnir
yrðu þar fyrir hollari uppeldis-
áhrifum en í kaupstöðunum.
Þar yrði hægra að útiloka vín og
tóbaksnotkun úr skólalífinu.
Heimavistirnar, sem minn ágæti
skólameistari á Akureyri, Sigurð-
ur Guðmundsson, taldi hverjum
skóla nauðsynlegar,gefa skólanum
tækifæri til gleggra eftirlits með
nemendum en nú er hægt að
koma við. Þær tryggja það, að
nemendurnir séu algerlega undir
handleiðslu kennaranna meðan á
náminu stendur og forða ómótuð-
um unglingum frá óteljandi
freistingum bæjarlífsins. Þær
skapa og tækifæri til kynningar
og félagslífs meðal nemendanna
innbyrðis, sem þeir hafa hverf-
andi lítið af að segja í bæjarskól-
unum.
Skólarnir þurfa að standa á
fallegum stöðum og frjósömum,
svo langt frá bæjunum, að glaum-
ur þeirra og glys nái ekki til að
trufla hugi nemandanna við nám-