Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 30

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 30
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 ingsmaður verkamannaflokksins af því ég álít núverandi skiptingu á þjóðarauði okkar rangláta og svo af því að í sumum iðnaðar- greinum eru dagar hinna frjálsu samkeppni þegar taldir. En ég kýs heldur stóriðju, sem ríkið hefir með höndum heldur en auðmenn- irnir. Ég er meðmæltur þeim hreyfingum, sem stefna að víð- tækari fjárhagsheildum, svo sem brezka heimsveldinu og banda- lagsríkjum Evrópu, þótt ég geri mér von um að þetta tvennt úti- loki ekki hvort annað. Ég er rétt í meðallagi hrifinn af nútíma bókmenntum og list- um. Að miklu leyti eru þær að- eins tilraunir með búning, sem oft mistakast. Eins og sakir standa tek ég franskar bókmenntir fram yfir enskar. Ekki er ég að upplagi söngnæmur, en samt dylst mér ekki, að útvarpið hefir bætt smekk manna í tónlist. Mér þykir gaman að konum, því ég er eins og aðrir karlmenn, en ég hefi ekki sérstakan áhuga fyrir gáfnafari þeirra. Öðru máli er að gegna með börn, einkum drengi. Hver meðalgreindur drengur er brot af vísindamanni og lista- manni um leið. Við, sem fullorðn- ir erum, reynum eftir föngum að venja hann af slíkri flónsku og tekst það oftast. En þangað til þetta hefir tekizt er sæmilega greindur strákur miklu skynsam- ari og miklu betri lagsmaður held- ur en hver meðalmaður fulltíða. Mér þykir gaman að hinni vax- andi þekkingu okkar á sálarlífi barnanna en meira þykir mér þó til um þær tilraunir, sem gerðar eru, upp í opið geðið á grimmi- legri mótstöðu, til þess að kenna börnum það, sem börnum þykir mest gaman af öllu, sem sé mann- lega líffræði. Þar með á ég ekki við fræðslu um kynferði, heldur um afstöðu barnsins til umhverf- isins og hvernig líkami þess starf- ar. Börnin eru framtíðarvonir mannkynsins. Við gefum þeim ekki það, sem þeirra er. Mörg þeirra, sem bezt gætu tekið við æðri menntun fá hana ekki. Önn- ur fá meiri menntun heldur en þau óska eftir eða geta meðtekið. Varla nokkurt þeirra fær að til- einka sér vísindaleg sjónarmið fyrr en eftir að þau hafa verið fyllt af úreltum hugmyndum, sem gera vísindalega hugsun mjög tor- velda. Ég álít, að réttlæti til handa börnunum sé meira áríðandi held- ur en réttlæti fyrir fullorðna. Þetta er nokkuð af þeim við- fangsefnum, sem hugur minn er að glíma við. En sem líffræðingur geri ég mér ljóst, að allir menn eru mismunandi, og ég er alls ekki að halda þeim að öðrum. Jón Eyþórsson þýddi. -ytitrum manni meðal heimskingja er líkt farið og manni, sem ’ staddur er í borg, þar sem allar kirkjuklukkurnar ganga vit- laust. Sjálfur hefir þessi maður rétta klukku, en það kemur honum að engu haldi. Allir fara eftir kirkjuklukkunum, sem ganga vitlaust. Schopenhauer. 188
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.