Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 61
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A
fiíudiiiundiir <-íslas<m:
Móðnrmálið og' sliólarnii*
Einhver dásamlegasti eiginleiki
mannsins er hæfni hans til
þess að láta hugsanir sínar í ljós
me5 orðum. Þessi undursamlegi
eiginleiki skapar manninum sér-
stöðu í tilverunni, skipar honum á
æðri bekk. Eins og málið almennt
skapar manninum sérstöðu meðal
annara lífvera jarðarinnar, svo
skapar hvert tungumál þjóðunum
sína sérstöðu, sín einkenni. Móð-
urmálið er tákn þjóðernisins, upp-
runans. Það er tákn sjálfstæðis
og frjálsrar hugsunar. í því má
skynja andlegt ástand og heil-
brigði þjóðar. Móðurmálið og bók-
menntirnar, sem á því eru skráð-
ar, er sál hennar. Glatist það, eða
sé því misboðið, býður þjóðin ó-
bætanlegt tjón á sálu sinni og
týnir sjálfstæði sínu. Þetta er
staðreynd, sem sagan sannar.
Með þessar staðreyndir í baksýn
er rétt að við bregðum hendinni
í eigin barm, íslendingar. Við er-
um svo lánsamir að eiga tungu-
mál, sem er allt í senn, uppruna-
legt, fagurt og auðugt að orð-
gnótt. Á þessu máli eru skráðar
okkar heimsfrægu bókmenntir.
íslenzk tunga og bókmenntir hef-
ir fremur öllu öðru viðhaldið
sjálfstæðis- og menningarþrá
þjóðarinnar á þungbærum tím-
um. Og á móðurmáli okkar byggj-
um við rétt okkar sem þjóðar í
framtíðinni. íslenzkan er fjöregg
þjóðarinnar og undirstaða allra
annara bóklegra fræða.
Af þessu, sem nú er sagt, er
auðsætt, að við íslendingar þurf-
um fyrst og fremst að uppfylla
skyldur okkar við móðurmálið ef
við viljum framvegis heita og vera
frjáls menningarþjóð. — Og fyrsta
skylda allra landsins barna er þvi
að lœra málið og nota það óbjag-
að og rétt í rœðu og riti.
Það er full þörf á því að gera
sér þetta ljóst. Það er staðreynd,
að málþekking og meðferð ís-
lenzkunnar víða á landi hér er al-
gerlega óviðunandi. Latmælgi,
málvillur, að ég ekki tali um rit-
villurnar, eru daglegir viðburðir,
ef hlýtt er á mál manna eða
sendibréf lesið. Ef svo heldur
sem nú stefnir, er fullkomin á-
stæða til að óttast, að málið af-
skræmist stórkostlega og er þá
vant að sjá fyrir enda afleiðing-
anna. Þetta er málefni, sem allar
menningarstofnanir í landinu
eiga að taka höndum saman um
og bæta úr. — Kemur þá auðvitað
fyrst röðin að skólunum. Upp-
fræðslan er þeirra hlutverk og
þar á móðurmálið að skipa önd-
vegissessinn.
Breytingar og endurbætur á ís-
219