Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 73

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 73
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 konu, sem hann getur fellt sig við. Leyfðu mér aðeins að vera eftirleiðis hér hjá þér og móður minni og börnum mínum eins og hingað til. Ég get ekkert lært í hinum útlenda skóla. Ég reyndi það. En hjartað spurði látlaust: „Hafa hvílutjöldin umhverfis rúm barnana minna verið dregin þétt saman — þau þurfa svo lítið til að ofkælast?" eða: „Hvernig sef- ur sonur minn, nú þegar hann er án móður sinnar — svefn hans var ávallt svo óvær — ætli systir hans vakni og breiði ofan á hann, sjálf er hún barn ennþá?“ Nei, ég er nú einu sinni svona gerð. Minn heimur er heimilið, þar er ég öllum vanda vaxin, en utan þess er ég ógreind og fer rangt að öllu. Jafnvel yngstu nemend- urnir á skólanum stóðu mér framar. Yuan hefir rétt fyrir sér. Ég á ekki heima annars staðar en hér — ég get ekki — nei, ég get aldrei yfirgefið ykkur fram- ar.“ Orðin streymdu óvenju hratt yfir varir hennar og gráthljóð var í röddinni. Hinar fagurmynd- uðu augabrýr hreyfðust ótt og títt yfir augum, sem angistin skein úr. Hinni þöglu ró, sem að jafnaði hvíldi yfir framkomu hennar, var nú svipt í brott eins og grímu. Gömlu hjónin störðu hvort á annað án þess að mæla orð frá vörum, en börnin, sem ekki höfðu borið skyn á orð móð- ur sinnar, þutu nú til hennar, flugu upp um hálsinn á henni og drengurinn hrópaði ör af gleði: „Nú fáum við kökur!“ En litla stúlkan sagði ísmeygi- lega: „Mamma mín, þegar þú ferð aftur í skólann, þá taktu mig með. Mig hefir alltaf langað svo mikið í skóla!“ Gamli maðurinn skildi vel, hvað fyrir tengdadóttur hans vakti og sjálfum fannst honum að lokum, að þetta væri eina úr- ræðið. Hann strauk skegg sitt, andvarpaði og sagði loks: „Barnið mitt, mér er ljóst, hvernig þessu er varið. Það er ekki um annað að gera en skrifa Yuan og skýra honum frá öllum málavöxtum. Ég skal gera það, og við skulum bíða og sjá, hvort hann hefir ekki meðaumkun með þér.“ Að svo mæltu varp hann djúpt öndinni og gekk inn í herbergi sitt. Gamla konan mælti enn ekki orð frá vörum. Hún tók hönd tengdadóttur sinnar og klappaði henni blíðlega. Eftir stundar- korn laut hún að tengdadóttur sinni og hvíslaði lágt, til þess að forðast að börnin heyrðu hvað hún sagði: „Taktu þér þetta ekki nærri. Ég skal sjálf tala við Yuan, þegar hann kemur!“ Unga konan brosti angurvært en svaraði engu. Hún vissi vel, að ákvörðun Yuans mundi ekki einu sinni móðir hans fá breytt. Hún tók nú upp öll sín fyrri störf á heimilinu og það olli henni ósegjanlegrar gleði. Stundum kom fyrir, að hún hrökk upp af næt- ursvefni sínum full af ótta um 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.