Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 16

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 16
V A K A 2. árg. . Júlí-sept. 1939 sanninn um það, að skipulag þeirra var engan veginn fullkomið. Hið mikla verð- fall á verðbréfum og vörum gerði fjölda manna að öreigum, miljónum verka- manna var kastað út í atvinnuleysið og þúsundir hungraðra flökkumanna, sem hvergi áttu höfði sínu að að halla, reik- uðu um landið. Allar vonir um að skjótt mundi bregða til bata brugðust, og á- standið fór sífellt versnandi. Á síðustu mánuðum ársins 1932 er talið að at- vinnuleysingjar í Bandaríkjunum hafi verið 13 til 17 miljónir, útfiutningurinn var minni en hann hafði verið í síðustu 30 ár. Á því sama ári hrundu yfir 1400 bankar og á fyrstu mánuðum ársins 1933 leit helzt út fyrir að allt bankakerfið mundi hrynja i rústir. Komu banka- hrunin harðast niður á miðstéttinni, með því að hundruð þúsunda töpuðu innstæðum sínum að nokkru eða öllu. Fyrir braskara og fjárglæframenn var tímabil þetta hin mesta blómaöld, enda rökuðu einstakir menn og félög saman ógrynni frjár á kostnað heiðarlegra borgara, en fyrir mikinn meiri hluta borgarastéttarinnar var ástandið orðið alveg óþoiandi. Þótt miðstéttin almennt færi illa út úr kreppunni, þá urðu verkamenn þó enn- þá . harðar úti. Atvinnuleysistryggingar voru engar og sú hjálp, sem hið opin- bera veitti atvinnuleysingjum, var hé- gómi einn í samanburði við þörfina. í Bandarikjunum eru aðeins tveir stjórnmálaflokkar, sem hafa nokkurt verulegt fylgi, republikanar og demo- kratar. Eru báðir þessir flokkar borgara- flokkar og hefir munurinn á stefnu þeirra oft verið harla lítill. Þó má telja republikana hinn eiginlega afturhalds- flokk, er engu vildi breyta, og stendur meiri hlutinn af auðkýfingunum á bak við hann. Um alllangt skeið fyrir krepp- una og fram á árið 1933 fór flokkur þessi með völdin, og var Hoover síðasti forseti hans. Eins og gefur að skilja, gerbreytti það ástand, er kreppan skapaði, viðhorfinu í stjórnmálum Bandaríkjanna, og mönn- um varð það ljóst, að það varð að gera víðtækar ráðstafanir til að endurreisa atvinnuvegi landsins. Ásökuðu demo- kratar, er voru í stjómarandstöðu, Hoo- ver og stjórn hans um aðgerðaleysi og skort á vilja til þess að ráða fram úr vandræðunum. Síðast á árinu 1932 fóru bæði þing- kosningar og forsetakosningar fram og var Franklin D. Roosevelt frambjóðandi demokrata til forsetakjörsins. Hann var einn af þekktustu stjórnmálamönnum demokrata og hafði barizt fyrir ýmsum umbótum fyrir lægri stéttirnar, en sjálf- ur er hann yfirstéttarmaður að ætt og uppruna. Kunnastur var hann fyrir bar- áttu sína fyrir auknu opinberu eftirliti með fyrirtækjum, er störfuðu í þágu almennings eins og t. d. járnbrautum og rafstöðvum, sem í Bandaríkjunum eru eign einstakra manna og félaga og hafa lengi verið illræmd fyrir okur. í kosn- ingabaráttunni hélt Roosevelt því fram, að ef ekki væri breytt algerlega um stefnu, mundi innan skamms verða blóð- ug bylting í Bandaríkjunum, er mundi leiða hina mestu ógæfu yfir landið. Hann lagði áherzlu á, að hans eigin kosningasigur mundi þýða byltingu, sem þó yrði ekki blóðug heldur gerð á grund- velli laga og réttar. Með þessu átti hann við það, að hann mundi gera nýjar og áður óþekktar ráðstafanir til að bjarga atvinnuvegunum við og setja atvinnu- löggjöf, er væri algerlega í andstöðu við þá stefnu, sem áður hafði ríkt. Þar með væri runnið upp nýtt tímabil í sögu Bandaríkjanna. Fyrir fjöldann allan af miðstéttinni og fyrir verkamenn og flesta bændur var þessi byltingarboðskapur Roosevelts fagnaðarerindi, og þótt re- publikanar teldu hann hættulegan mann, er vildi brjóta niður hið gamla og góða skipulag, streymdi múgurinn að kjör- borðinu til að greiða honum atkvæði og það einmitt í þeirri von, að hann mundi halda kosningaloforð sitt og brjóta niður þetta „gamla góða“ skipulag, sem virt- ist vera að gera út af við nokkra tugi miljóna Ameríkumanna. 174
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.