Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 19
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A
brautum, rafstöðvum og sporvögnum,
hefir verið hörð. Hafði hann þá hug-
mynd að koma upp ýmsum slíkum fyr-
irtækjum, er væru eign hins opinbera
til þess að sýna hve mikill sá eiginlegi
framleiðslu- og reksturskostnaður væri.
Hundi það þá verða erfitt fyrir félög
þau, er rækju samskonar fyrirtæki að
forsvara of háa taxta með því að hylja
gróðann með alls konar brögðum. En
vegna ýmiskonar mótspyrnu hafa fram-
kvæmdirnar dregizt.
Eins og áður er getið um, lét Roose-
velt hefja' atvinnubótavinnu strax þeg-
ar hann kom til valda, og var sérstök
yfirstjórn sett á laggirnar til að annast
um framkvæmdirnar og fjárframlögin til
þeirra voru yfir 3 miljarða dollara. En
þrátt fyrir það, þótt tímarnir bötnuðu
og nýtt líf kæmi í atvinnuvegina gengu
þó alltaf miljónir manna atyinnulausir,
og 1935 var aftur varið .£>, miljörðum
dollara til atvinnubótavinnu.
Það merkilegasta í löggjöf Roosevelts
viðvíkjandi verkamönnum eru ákvæði,
er veittu verkamannafélögunum full
réttindi sem samningsaðila við vinnu-
veitendur í launadeilum. í svo að segja
öllum löndum Evrópu hafa þessi rétt-
indi verkamannafélaganna verið viður-
kennd fyrir löngu, en í Bandaríkjunum
fyrst þegar áðurnefnd lög voru sett.
Marka þau því tímamót í sögu verka-
lýðshreyfingarinnar þar. Áður var meiri
hlutinn af verkamönnum ófélagsbund-
inn, en síðan hefir mikill fjöldi verka-
manna streymt inn í félögin, og þó sér-
staklega meðan á verkfallaöldunni stóð,
á árunum 1933—34.
Hin mikla verkfallsalda gerði það að
verkum, að Roosevelt reyndi að koma
á vinnudómi til að miðla málum, en um
virkilega vinnulöggjöf var þó ekki að
ræða, heldur einungis tilraunir, sem enn-
þá eru á byrjunarstigi.
Árið 1935 gerði Roosevelt tilraun til að
koma á atvinnuleysis- og ellitrygging-
um fyrir öll Bandaríkin (Social Security
Act). En lög þessi eru ennþá mjög
ófullkomin og erfitt að framkvæma þau,
nema stjórnarskránni verði breytt.
IV.
Stjórnarskrá Bandaríkjanna er sam-
in fyrir hér um bil 150 árum síðan, þeg-
ar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar var
landbúnaður og hin ýmsu ríki höfðu
lítil verzlunarsambönd sín á milli. Var
því löggjafarvaldið í atvinnumálunum
að hér um bil öllu leyti lagt undir þing
hvers ríkis, en sambandsþingið og sam-
bandsstjórnin hafði lítið að segja. Síð-
an hefir stjórnarskránni ekki verið
breytt neitt að ráði, enda þótt þjóð-
félagsástandið sé nú orðið gjörólíkt því,
sem það var þá. Hæstiréttur hefir vald
til þess að dæma um það, hvort lög þau,
sem sambandsþing ríkjanna setur, séu
í samræmi við stjórnarskrána eða ekki,
og ef einhver lög dæmast að stríða á
móti henni, falla þau úr gildi. Er því
afarmikið undir Hæstarétti komið, hvort
hægt er að gera nokkrar verulegar laga-
breytingar. Á síðustu 50 árum, eða síðan
fór að verða þörf fyrir allsherjarlöggjöf
um atvinnumál og þvíumlíkt, hafa allt-
af annað slagið risið deilur um lög-
gjafarvald sambandsþingsins. Deilurnar,
er risu um löggjöf Roosevelts, the New
Deal, eru því ekkert nýtt fyrirbæri í
sögu Bandaríkjanna.
Neyðarástandið í landinu olli því, að
Roosevelt fékk óvenjulega mikil völd í
hendur, er hann tók við stjórninni. Urðu
margir andstæðingar hans skelkaðir við
aðgerðir hans og skoðuðu þær sem til-
raunir til þess að gerast einvaldur.
Heimildir þær, er þingið gaf honum til
að skipa ýmsum málum eins og honum
sýndist, voru af mörgum taldar vera í
andstöðu við anda stjórnskipulaganna.
Hin mikla fjölgun embættismanna og
annarra starfsmanna, er stóðu í þjón-
ustu sambandsstjórnarinnar, var líka
talin hættuleg, þar eð allur þessi fjöldi
yrði verkfæri í höndum forsetans í bar-
áttunni fyrir einræðinu.
En þingið og stjórnin varði gerðir
sínar á þeim grundvelli, að þær væru
óhjákvæmilegar, til þess að ráða fram
úr vandræðum og velferð almennings
væri hæstu lög. En hæstiréttur var hér
alls ekki samdóma Roosevelt og fylgis-
177