Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 17

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Blaðsíða 17
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A II. Roosevelt tók við völdum hinn 4. marz 1933. Næstu vikurnar á undan höfðu verið á meðal hinna örlagaríkustu í sögu landsins. Hrundu þá bankarnir hver um annan þveran og í ýmsum hin- um helztu af ríkjunum var það fyrirskip- að, að allir bankar skyldu loka um á- kveðinn tíma. Hið fyrsta verk hins nýja forseta var því að endurreisa banka- kerfið, lífæð atvinnuveganna. Hann gaf þegar út stutta yfirlýsingu, þar sem hann kallaði þingið saman og krafðist þess að sér væri gefið vald til að gera nauðsyn- legar ráðstafanir til að rétta bankana við. Ennfremur heimtaði hann, að hafizt yrði handa til að bjarga landbúnaðinum og að hafin yrði barátta fyrir því að afnema atvinnuleysið. Ennfremur fór hann fram á, að stjórninni yrði falið strangt eftirlit með bönkunum og gaf út tilskipun um að öllum bönkum yrði lok- að á tímabili, meðan verið væri að rann- saka hag þeirra. Útflutningur á gulli og silfri var bannaður nema með sérstöku leyfi stjórnarvaldanna, og þýddi síðast- nefnd tilskipun í raun og veru gengis- lækkun. Þegar þingið kom saman, voru svo samþykkt lög um viðreisn bankanna, forsetanum var gefin heimild til að jafna tekjuhallann á fjárlögunum. Er það í fyrsta, og ef til vill í síðasta sinni, sem Roosevelt hefir gert tilraun til slíks. Baráttan á móti atvinnuleysinu var haf- in með því, að forsetanum var gefin heimild til að hrinda af stað ýmsum op- inberum framkvæmdum, svo sem að græða upp skóga og gera stíflugarða við fljót. Stórfé var veitt til þessarar at- vinnubótavinnu. Á næstu árum voru samdir ýmsir merkilegir lagabálkar, er miðuðu að því að endurreisa atvinnuvegina. Löggjöf þessi, Tlie New Deal, setti margar grein- ar atvinnuveganna undir opinbert eftir- lit. Mikið fé var lagt fram til hjálpar bágstöddum fyrirtækjum. — Stjórnin reyndi að koma reglu á framleiðsluna og hafa áhrif á verðlagið. Eitt af hinum mestu vandamálum, sem Roosevelt hafði við að stríða, var við- reisn landbúnaðarins. Eins og áður er sagt, hafði sá atvinnuvegur verið kominn í vandræði áður en kreppan hófst, og nú gerði Roosevelt hinar alvarlegustu til- raunir til að ráða fram úr vandræðun- um. Ráðstafanir hans voru byggðar á þeirri kenningu, að neyð bændanna stafaði af offramleiðslu, og var gerð tilraun til að hækka verðið á landbún- aðarafurðum með því að minnka fram- leiðsluna. Til þess að framkvæma þetta var hin svokallaða Agricultural Adjust- ment Administration sett á laggirnar, en það var einskonar framkvæmdastjórn, er átti að hafa eftirlit með landbúnaðar- málunum. Var öllum þeim, er minnkuðu framleiðsluna um ákveðinn hundraðs- hluta, heitið verðlaunum. Fyrsta árið var aðaráherzlan lögð á það og koma reglu á bómullar og hveitiframleiðsluna. Næsta ár, þegar þingið þóttist orðið þess vísara, að tilraunin hefði heppnazt vel, voru samskonar ráðstafanir gerðar í öðrum greinum landbúnaðarins. Er enginn vafi á þvi, að þær hafa átt drjúgan þátt í því að bæta ástandið meðal bændanna, að minnsta kosti í svipinn. Engar af ráðstöfunum Roosevelts hafa orðið fyrir eins mikilli gagnrýni eins og þessar síðastnefndu. Það er erfitt að réttlæta ráðstafanir, er gengu út á að minnka framleiðslu á matvælum á sama tíma, sem miljónir manna skorti fæðu. Sömuleiðis var því haldið fram, að ef landbúnaðarf ramleiðlsa Bandaríkj anna minnkaði, þá yrði hún aukin erlendis að sama skapi. Landbúnaðarpólitík Roosevelts var ekki einungis fólgin í því að hækka verðið og minnka framleiðsluna, heldur fengu bændurnir líka mikla hjálp til að standa straum af lánum. Þeim var veitt- ur greiðari aðgangur að rekstursfé og skattar voru lækkaðir. III. í banka- og gjaldeyrismálum virðist Roosevelt frá öndverðu hafa fylgt þeirri stefnu, að bæta úr aðalgöllum banka- 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.