Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 61

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Síða 61
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A fiíudiiiundiir <-íslas<m: Móðnrmálið og' sliólarnii* Einhver dásamlegasti eiginleiki mannsins er hæfni hans til þess að láta hugsanir sínar í ljós me5 orðum. Þessi undursamlegi eiginleiki skapar manninum sér- stöðu í tilverunni, skipar honum á æðri bekk. Eins og málið almennt skapar manninum sérstöðu meðal annara lífvera jarðarinnar, svo skapar hvert tungumál þjóðunum sína sérstöðu, sín einkenni. Móð- urmálið er tákn þjóðernisins, upp- runans. Það er tákn sjálfstæðis og frjálsrar hugsunar. í því má skynja andlegt ástand og heil- brigði þjóðar. Móðurmálið og bók- menntirnar, sem á því eru skráð- ar, er sál hennar. Glatist það, eða sé því misboðið, býður þjóðin ó- bætanlegt tjón á sálu sinni og týnir sjálfstæði sínu. Þetta er staðreynd, sem sagan sannar. Með þessar staðreyndir í baksýn er rétt að við bregðum hendinni í eigin barm, íslendingar. Við er- um svo lánsamir að eiga tungu- mál, sem er allt í senn, uppruna- legt, fagurt og auðugt að orð- gnótt. Á þessu máli eru skráðar okkar heimsfrægu bókmenntir. íslenzk tunga og bókmenntir hef- ir fremur öllu öðru viðhaldið sjálfstæðis- og menningarþrá þjóðarinnar á þungbærum tím- um. Og á móðurmáli okkar byggj- um við rétt okkar sem þjóðar í framtíðinni. íslenzkan er fjöregg þjóðarinnar og undirstaða allra annara bóklegra fræða. Af þessu, sem nú er sagt, er auðsætt, að við íslendingar þurf- um fyrst og fremst að uppfylla skyldur okkar við móðurmálið ef við viljum framvegis heita og vera frjáls menningarþjóð. — Og fyrsta skylda allra landsins barna er þvi að lœra málið og nota það óbjag- að og rétt í rœðu og riti. Það er full þörf á því að gera sér þetta ljóst. Það er staðreynd, að málþekking og meðferð ís- lenzkunnar víða á landi hér er al- gerlega óviðunandi. Latmælgi, málvillur, að ég ekki tali um rit- villurnar, eru daglegir viðburðir, ef hlýtt er á mál manna eða sendibréf lesið. Ef svo heldur sem nú stefnir, er fullkomin á- stæða til að óttast, að málið af- skræmist stórkostlega og er þá vant að sjá fyrir enda afleiðing- anna. Þetta er málefni, sem allar menningarstofnanir í landinu eiga að taka höndum saman um og bæta úr. — Kemur þá auðvitað fyrst röðin að skólunum. Upp- fræðslan er þeirra hlutverk og þar á móðurmálið að skipa önd- vegissessinn. Breytingar og endurbætur á ís- 219
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.