Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Qupperneq 25

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.09.1939, Qupperneq 25
2. árg. . Júlí-sept. 1939 V A K A ið. Þar verður að vera nægilegt hveravatn til upphitunar og foss- ar til rafvirkjunar, svo að við fáum sem bezt notað orkulindir þessa lands. Skólarnir yrðu fjöl- sóttir skemmti- og gististaðir á sumrum, bæði af innlendum og útlendum ferðamönnum. Verður þar nokkuð bætt úr þörfinni fyrir góð gistihús úti um land vegna vaxandi straums erlendra ferða- manna hingað. Mundi skólunum græðast með þessu fé, sem ætla mætti að nægði a. m. k. til við- halds skólunum og munum þeirra. íslenzka þjóðin hefir verið fóstruð í sveitum landsins um aldaraðir. En á síðustu áratugum hefir þetta breytzt og naumast til bóta, þegar alls er gætt. Ég hygg, að við ættum aftur að hverfa á fornar slóðir í þessu, að svo miklu leyti, sem því verður við komið. Við ættum að gera sveitirnar að uppeldis-og fræðslu- stöðum fyrir hina vaxandi kynslóð svo sem hægt er. Það er skynsam- legast, séð frá fjárhags- og upp- eldislegu sjónarmiði. Unglingum verður ekki valið ákjósanlegra umhverfi á vaxtar- og þroska- árunum, og með því réttum við nokkuð hlut sveitanna gagnvart kaupstöðunum. Unglingarnir, sem fá þar menntun sína, eru ekki líklegir til að ala með sér þann hugsunarhátt, að sveitirnar séu ómagar á þjóðarheildinni, eins og sumir íbúar kaupstaðanna halda fram. Þeir munu þvert á móti öðl- ast skilning á því, hvað þær hafa verið þjóðinni okkar og hvert hlutverk þær hafa enn í dag — og þá er vel farið. Þá mun það koma í ljós, að fólkinu fjölgar í sveitinni og með því er dregið úr atvinnuleysinu, sem einungis er í bæjunum. Þannig munum við í senn vinna að bættu uppeldi æsk- unnar og upprætingu á atvinnu- leysinu og þá er vel farið. Höí’Undur kvæðisins á næstu síðu, Loftur Guðmundsson kennari í Vestmannaeyjum, er 32 ára að aldri.Hann er fæddur og uppalinn að Þúfukoti í Kjós. Loftur lauk prófi frá kennaraskólanum í Reykjavík og stundaði síðan nám að Tárna í Sviþjóð. Þar lagði hann einkum stund á leikfimi og bókmenntasögu. Kennari hans í bókmenntasögu var dr. Levan, nú rektor í Uppsölum. Dr. Levan hefir stundað nám við Dramatiska skólann í Stokkhólmi og hefir mikinn áhuga fyrir leik- list. Má án efa leita þangað að nokkru orsaka fyrir því, að hugur Lofts hefir einmitt hneigzt að þeirri grein bókmenntanna öðrum frem- ur. Loftur hefir ort ljóð, ritað smásögur og samið leikþætti, en fátt eitt af því hefir enn birzt opinberlega. Síðast en ekki sízt hefir hann samið Brimhljóð, sorgarleik í fjórum þáttum, sem Leikfélag Reykja- víkur er nú að æfa og sýnir á hausti lcomandi. — Kvæðið, sem hér birtist, er hið fyrsta af nokkrum kvæðum, er hafa sameiginlega aðal- fyrirsögn, Dansleikur í sveit. Síðar mun Vaka birta leikþátt eftir Loft. 183
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.