Rökkur - 01.08.1930, Blaðsíða 19

Rökkur - 01.08.1930, Blaðsíða 19
ROKKUR 65 skurðir grafnir, vegir lagðir og simalínur og alþýðufræðslan bætt. En ásóknarstefnunni hélt hann áfram eigi að siður. Pegu komst undir bresk yfirráð eftir styrjöld við Birma 1854. Nagpur og . Tandjore komust undir bresk yfirráð á þessum árum og fleiri indversk ríki. Þegar Audh komst undir bresk yfir- ráð 1856 greip æsing mikil þjóðina, því menn óttuðust al- nient að Englendingar hefði í hyggju að neyða þjóðina til þess að taka kristna trú. Og vorið 1857 braust Sepoy-uppreistin mikla út. („The sepoys“ eru indverskir hermenn, sem stjórn- að er af breskum foringjum). Fjöldi Evrópumanna var þá mjTtur, aðallega í norðvestur- hluta landsins, Punjab, Audli og Bengal. Sihkarnir, Gurhkarnir og Mahratarnir voru Bretum hollir i uppreist þessari. Herlið var flutt til Indlands frá Eng- landi og eftir blóðugar orustur við Lahore, Dehli, Khanpur og Lucknow var uppreistin bæld niður (1857—1859). Hershöfð- ingjar Breta voru þeir Colin Campbell, Havelock og Wilson. Frá 1858 er talið, að stjórn landsins sé áð fullu komin í hendur stjórnarinnar í Bret- landi, því þegar 2. ágúst 1858 voru stjórnarafskifti East India Company afnumin í breska þinginu, en Indland gert að breskri nýlendu, sem átti að stjórnast af landstjóra, sem hefði titilinn vice-konungur. — Þann 1. nóv. s. á. var tilkynt, að Viktoría drotning hefði tek- ið yfirstjórn Indlands í sinar hendur. Var þá miklum fjölda manna gefnar upp sakir, rétt- indi hinna indversku fursta við- urkend o. s. frv. Auk þess var þjóðum Indlands heitið trúar- bragðafrelsi. Canning lávarður, sem varð governor-general 1856 var fyrsti vice-konungurinn í Indlandi (1858—62) og lagði liann mikið á sig til þess að koma á friði í landinu og sætta hina indvesku þjóðhöfðingja innbyrðis. Næstu vice-konung- arnir, Elegin, Lawrence, Mayo og Northbrooke héldu sömu stefnu. Á þessum árum var mikið starfað að'samgöngubót- um, m. a. til þess að geta kom- ið matvælum um landið, þegar hallæri var í landinu. (1877—78 t. d. biðu 5 milj. manna hungur- dauða í Indlandi). Þann 10. jan. 1877 var mikil liátíð haldin í Dehli, í tilefni af því, að Vikt- oría drotning varð Kaisar-i- Hind (sbr. áður). í stjórnartið Lyttons lávarðar var enn liáð styrjöld við Afghani (1878— 81), sem lauk með þvi að Bret- ar gátu trygt sér ihlutunarrétt um afghönsk stjórnmál, en það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.