Rökkur - 01.08.1930, Blaðsíða 62
108
R O K K U R
Leopld v. Auer.
Prófessor Leopold von Auer,
ungverski fiðlusnillingurinn, er
einnig hlaut mikla frægð fyrir
tónsmíðar sínar, andaðist í
Dresden þ. 15. júlí, 85 ára að
aldri. L. v. Auer var fæddur í
Veszprim í Ungverjalandi. Kom
snemma í Ijós hvílikur afburða-
hæfileikum hann var gæddur.
Mentun sína hlaut hann á
hljómlistarskólum í Búdapest
og Vínarborg. Á unglingsárum
ferðaðist hann um Evrópu og
hélt hljómleika í helstu borg-
um álfunnar og hyltu menn
hann hvervetna sem afburða-
mann. Síðar settist hann að í
Rússlandi, gerðist borgari þar
i landi 1883, þá 38 ára gamall.
Níu árum áður hafði liann
gengið að eiga rússneska konu.
Árið 1886 varð hann kennari í
keisaralega hljómlistarskólan-
um í St. Pétursborg (nú Lenin-
grad). Árin 1887—1892 stjórn-
aði hann hljómleikum keisara-
lega hljómlistafélagsins þar í
borg. Hlaut hann mörg virðing-
armerki og var aðlaður af
Rússakeisara. Hann var sæmd-
ur tignarmerki frakknesku
heiðursfylkingarinnar. — Á síð-
ari árum ferðaðist hann um
Bandaríkin og hélt hljómleika.
Var hann búinn að fá þegnrétt-
indi vestra og var búsettur í
New York. Hann var í Dresden
sér til heilsubótar, er andlát
hans bar að höndum.
Af lærisveinum hans má
nefna: Mischa Elman, Jascha
Heifetz, Toscha Seidel og Max
Rosen. A.
Balfour.
(1848 — 1930).
Balfour lávarSur andaSist þann
19. rnars á heimili bróöur síns,
Geralds Balfour, „Fishers Hall“,
Woking. Balfour var fæddur í
Skotlandi árið 1848. MóSir hans
var systir annars markgreifans af
Salisbury. AS loknu háskólanámi
varö Balfour einkaskrifari móöur-
bróíSur síns, sem þá var forsætis-
ráSherra, og hlaut x því starfi náin
kynni af breskum og alþjóölegum
stjórnmálum. Balfour varS fyrst
ráöherra 1885. Árin 1887—91 var
hann ráSherra írlandsmála. Kom
þá enn betur í ljós en áSur, aS
hann var maður sem hvergi lét
hlut sinn, var rólegur og ósveigj-
anlegur hvaS sem á dundi. Þótti
breskum íhaldsmönnum snemma
mikiS til hans koma, en hann varS
ó-vinsæll af írum. ForsætisráSherra
varS hann 1902 0g hélt í stjómar-
taumana til 1905, en raunar var