Rökkur - 01.08.1930, Blaðsíða 7
RO KKUR
53
menn eru komnir lengst í að
hagnýta sér flugvélar, en fleiri
þjóðir eru þar vel á veg komn-
ar og sumar þeirra standa þeim
lítt að baki, svo sem ítalir og
Frakkar. Það eru ekki tök á því,
að sinni, að lýsa ítarlega flug-
málaframförunum með öllum
þessum þjóðum seinustu árin,
en að nokkru verður getið hvað
gerst hefir í þessu efni seinustu
árin hjá Bretum, og er tilefnið
það, að í april þessa árs voru
sex ár liðin síðan Bretar hófu
samvinnu um þessi mál, ríkis-
stjórnin, einstaklingar og ýms
félög, og áttu hlut að því, að
stofnað var hið heimskunna
breska flugfélag „Imperial Air-
■ways“, Og nú er svo komið, að
menn ferðast ekki eingöngu í
flugvélum þessa félags, til þess
að komast fljótt leiðar sinnar,
heldur vegna þess, að þeim fer
* fjölgandi, sem finst þægileg-
ast og skemtilegast að ferðast
í loftinu - og engu áhættumeira
en að ferðast á sjó eða landi.
Fyrir sex árum síðan voru litl-
ar og ófullkomnar flugvélar í
förum milli Englands og meg-
mlandsins, sem vanalega fluttu
aðeins einn eða tvo far-
þega. Nú eru risafliígvélar, sem
geta flutt 100 farþega daglega
1 förum. Flugvélar „Imperial
Airways“ fara daglega til allra
helstu borga á meginlandi Ev-
rópu, til Egiftalands og alla leið
til Karachi í Indlandi, sem er
endastöð Indlands-leiðarinnar,
en þangað eru 5000 enskar míl-
ur frá London. Þann 31. mars
var talið að flugvélar „Imperial
Airways“ hefðu þessi sex ár
flogið 5.212.955 enskar mílur,
flutt 137.000 farþega og 40.628
smálestir af póstflutningi og
öðrum varningi.
Frá því Lapríl 1924 þangað
til í mars 1925 — eða fyrsta
starfsár félagsins, voru 11.395
farþegar fluttir 853 þús. mílur
vegar, en árið sem leið 36.542
farþegar alls eina miljón mílna.
Meðaltal farþega, sem daglega
eru fluttir, hefir aukist úr 31
í 100.
I ágúst 1919 fór fyrsta far-
þegaflugvélin frá London til
París. Farþegarnir voru að eins
tveir, og farmiðinn kostaði eitt
hundrað dollara. Næstu fjögur
árin voru allmörg flugfélög
stofnuð, en urðu flest að hætta
vegna þess, að reksturinn bar
sig ekki. Mestu erfiðleikarnir
áttu rót sína að rekja til þess,
að það gekk svo erfiðlega að
skapa traust manna. Menn voru
deigir við að hætta sér í flug-
ferðalög — bjuggust eins vel við
— eða jafnvel frekar, að kom-
ast ekki lífs af.
Nú er þetta alt breytt. Fæstir
eru hræddir á flugferðalagi,