Rökkur - 01.08.1930, Blaðsíða 58
104
RÖKKUR
eru ef til vill á hrakningi í skip-
inu, og i bókasafninu eru þeir
til óþæginda, þegar margir
þeirra eru inni, og þegar skip
fær nýjan og góðan skáp, þarf
það að fá að njóta lians. Nýju
skáparnir eru með járnhespum
til að skrúfa þá fasta uppi á
klefaþili í skipinu, og er þá ilt
að þurfa að losa þá í hvert sinn.
Verður þvi sú aðferð upp tek-
in, jafnóðum og nýju skáparnir
koma, að hafa þá kyrra í skip-
unum, en flytja bækurnar á
milli í pökkum, enda er það
léttara og þægilegra fyrir skip-
verja.
Starfsfólkið í Alþýðubóka-
safninu hefir haft margskonar
fyrirhöfn og ómök vegna skipa-
bókasafnanna. Fyrst við að út-
vega skápana. Hefir það ekki
altaf gengið stríðlaust, eins og
atvinnumálum er háttað hér.
Þá er að tína saman bækur í
skápana og tvírita skrá yfir þær
í hverjum skáp. Þá er að kenna
bókavörðunum aðferð við út-
lán, og halda skýrslu yfir skápa-
lánin. Svo, þegar bókasöfnin
koma úr láni, þarf að bera þau
saman við skrá, taka það frá,
sem talið er alveg ónýtt, og
setja annað skárra í staðinn, og
breyta skránum samkvæmt því,
eða skrifa nýjar. Meðan hægt
er að sinna þessu, er það ekki
talið eftir, þvi að öllum, sem við
það fást, er það áhugamál, að
tilraunin hepnist sem best, en
örðugt er, vegna annara anna,
að kynnastbókavörðunumnægi-
lega, og hafa þá samvinnu við
þá, sem æskilegt væri.
Eftir því, sem bókasafnið og
notkun þess vex, vex einnig
annríkið, og ef skipa-bókasöfn-
in eiga þá framtíð, sem líkur
benda til, rekur að því, fyr eða
síðar, að auka verður lið í bóka-
safninu vegna þeirra.
Alþýðubókasafn Reykjavíkur
hefir altaf selt lánsskírteini á 25
aura bvert og „dráttareyrir“
fyrir að halda bókum lengi, er
5 aurar á dag, sem fram yfir
er 10 daga. Formaður bóka-
safnstjórnarinnar, próf. Páll E.
Ólason, hefir ráðið því, að hvor-
um tveggja aurunum hefir verið
safnað í sjóð. Þesi aurasjóður
er nú orðinn um 10 þúsund
krónur. Árið 1933 eða 34 vercí-
ur hann orðinn 20 þús. krónur,
eins og sá sjóður var, sem Al-
þýðubókasafn Reykjavíkur var
stofnað fyrir. Þá ætti að stofna
sérstaka deild í safninu fyrir
skipa-bókasöfnin. Fyrir aura-
sjóðinn getur sú deild orðið al-
veg eins myndarleg eins og Al-
þýðubókasafnið sjálft var fyrstu
árin, enda veitir ekkert af því.
Skipin, sem þarf að sinna, geta
orðið yfir 50, og skipverjar, sem
bækurnar nota, geta orðið á