Rökkur - 01.08.1930, Blaðsíða 10

Rökkur - 01.08.1930, Blaðsíða 10
56 R Ö K K U R sóttir geisa oft og valda miklu manntjóni. III. Gróðrarríki Indlands er fjöl- skrúðugt. Við rætur Himalaya er hitabeltisskógur, sem nær mishátt upp í fjöllin, og gróður- inn því misjafn. Á Dekan-há- sléttunni eru miklir pálmaskóg- ar og þar vaxa verðmætar trjá- tegundir, svo sem teakviður og sandelviður. Á sléttunum og í nánd við árnar eru víðáttumikil kjarrþykkni (jungle). Dýralíf Indlands er einnig fjölskrúðugt. Tigrisdýr eru um alt landið, en Ijón aðallega í Gujarat. Af öðrum dýrategund- um ber að nefna: Fíla, nashyrn- inga, hýenur, hirti, antilópur, fjallageitur og margar apateg- undir.ífljótunum er víða mergð krókódíla og í nánd við þau og víðar halda eiturslöngurnar til. IV. Árið 1911 var talið, að ibúa- tala Indlands væri 315 miljónir. Nákvæmar skýrslur um fólks- f jölda Indlands eru ekki til, en óhætt mun að fullyrða, að íbúa- talan sé 310—320 miljónir. Mun því láta nærri, að í Indlandi sé % hluti íhúa jarðarinnar. Um 90% íbúanna bjuggu í sveitun- um, en 10% í borgunum. 1 29 borgum var ibúatalan yfir 100,000. Stærstu borgirnar eru: Calcutta (1,263,000), Bombay (1,173,000), Madras (523,000), Hyderabad eða Haidarabad (405,000), Rangoon (340,000) og Luknow (244,000). Hlutfallslega eru miklu fleiri bundnir hjúskaparböndum í Indlandi en öðrum löndum. Er það afleiðing af þvi, að barna- hjónabönd voru til skamms tima leyfð. 1 sumum héruðum var t. d. y5 hluti allra telpna undir 10 ára giftur. Ekknafjöld- inn er mikill, því á meðal Ind- verja er ekkjum ekki leyft að giftast á ný. Fjölkvæni hefir til skamms tíma átt sér stað í viss- um landshlutum en mun ekki alment neinstaðar nú orðið. Alþýðufræðslan er í framför, en er enn á mjög lágu stigi. Er talið, að um 20 miljónir manna í landinu séu læsir og skrifandi, þar af aðeins um 2 miljónir kvenna. Ári& 1918 voru 148,000 alþýðuskólar í landinu og í þeim 6 miljónir námssveina og meyja, en námsmeyjarnar til- tölulega langtum færri eða 1 miljón og 100 þús.. í landinu munu vera um 8000 aðrir skól- ar og nemendur íþeiml,100,000, þar af aðeins 100,000 stúlkur. Allmargir sérskólar eru í land- inu og 8 háskólar. Árið 1915 voru gefin út tæp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.