Rökkur - 01.08.1930, Blaðsíða 34
80
ROKKUR
langt á svört og naldn öræfi
mannlífsins, að eigi varð aftur
snúið.
Frá þessari stund var heimur-
inn fyrir utan dalinn öll þrá
hennar, heimurinn stór og fagur
og lokkandi. Og við, dalurinn,
alt, sem hún hafði áður þekt og
unnað, varð svo hverfandi agn-
ar lítið. þrá eftir auði var ekki
til í sál hennar. Hún var barn,
sem eigi vissi deili á slíku þá
og eigi fyr en löngu seinna.
Það var önnur þrá, sem kveikti
elda margra fagurra vona i sál
hennar. Frægðarþrá! Og svo
mun um flesta menn og konur.
Slík þrá er öflugri en aðrar. Á
liðnum árum hafði eg séð kon-
ur brosa til manna, er skjöll-
uðu þær, þótt þær annars hefðu
forðast þá, eigi litið á þá.
Og það var ótti í sál minni
um barnið fagra, er eg unni
svo heitt, sem hafði náð svo
sterkum tökum á hjarta mínu.
Eg skildi við þau bæði við
kofadyr Mariu og gekk heim á
leið. Og eg hugsaði um það, sem
Henry Laurence hafði sagt á
leiðinni, um vel valin orð hans,
ginnandi lýsingar hans, sem létu
augu Úlriku ljóma og brjóst
hennar bifast og vöktu þrá
hennar til prjáls og skrauts og
— hins óþekta, hins nýja.
Eg gat ekki sofið. Þvi alt hið
liðna féll aftur á huga minn,
eins og haf er sofið hafði, og
skyndilega vaknar á ný og flæð-
ir yfir strönd sína. Og eg næst-
um bölvaði þeirri stund, er eg
fór að kenna barninu að syngja,
er eg fór að ryðja henni braut í
burtu frá oss. Og svo komu aðr-
ar hugsanir. Hvaða rétt hafði eg
til þess að geyma mér og dalbú-
um einum svo guðlega gjöf?
Hvaða rétt hafði eg til þess að
ráða því, að rödd hennar skyldi
aðeins liljóma í eyðikyrð dals-
ins, í áheyrn þeirra, sem að vísu
unnu henni, en hlustuðu á söng
hennar án þess að hlusta eins
og maður, sem að vísu ekki er
blindur, en aðeins sér skímu
þar sem aðrir sjá haf sólgeisla.
Og hugsanirnar um Hans
leituðu á huga minn. Hans!
Mundi eigi hjarta hans bresta,
yrði hann að reyna það, að glata
henni? Hans har trútt hjarta í
brjósti. Guð verndi hann, hugs-
aði eg.
Unglingur, kann einhver að
segja, unglingur, sem mun veit-
ast það létt, að gleyma Úlriku
— og hún honum. Ef til vill, ef
til vill mun hann geta gleymt
og lært að elska aðra konu, er
hefði betri tök á að gera hann
stæltan í baráttu lífsins. Ef til
vill yrði hann siðar ásthrifinn,
kannske í sveitastúlku, er að
vísu væri eigi eins engilfögur
og Ulrika, en ástúðlegri á svip.