Rökkur - 01.08.1930, Blaðsíða 34

Rökkur - 01.08.1930, Blaðsíða 34
80 ROKKUR langt á svört og naldn öræfi mannlífsins, að eigi varð aftur snúið. Frá þessari stund var heimur- inn fyrir utan dalinn öll þrá hennar, heimurinn stór og fagur og lokkandi. Og við, dalurinn, alt, sem hún hafði áður þekt og unnað, varð svo hverfandi agn- ar lítið. þrá eftir auði var ekki til í sál hennar. Hún var barn, sem eigi vissi deili á slíku þá og eigi fyr en löngu seinna. Það var önnur þrá, sem kveikti elda margra fagurra vona i sál hennar. Frægðarþrá! Og svo mun um flesta menn og konur. Slík þrá er öflugri en aðrar. Á liðnum árum hafði eg séð kon- ur brosa til manna, er skjöll- uðu þær, þótt þær annars hefðu forðast þá, eigi litið á þá. Og það var ótti í sál minni um barnið fagra, er eg unni svo heitt, sem hafði náð svo sterkum tökum á hjarta mínu. Eg skildi við þau bæði við kofadyr Mariu og gekk heim á leið. Og eg hugsaði um það, sem Henry Laurence hafði sagt á leiðinni, um vel valin orð hans, ginnandi lýsingar hans, sem létu augu Úlriku ljóma og brjóst hennar bifast og vöktu þrá hennar til prjáls og skrauts og — hins óþekta, hins nýja. Eg gat ekki sofið. Þvi alt hið liðna féll aftur á huga minn, eins og haf er sofið hafði, og skyndilega vaknar á ný og flæð- ir yfir strönd sína. Og eg næst- um bölvaði þeirri stund, er eg fór að kenna barninu að syngja, er eg fór að ryðja henni braut í burtu frá oss. Og svo komu aðr- ar hugsanir. Hvaða rétt hafði eg til þess að geyma mér og dalbú- um einum svo guðlega gjöf? Hvaða rétt hafði eg til þess að ráða því, að rödd hennar skyldi aðeins liljóma í eyðikyrð dals- ins, í áheyrn þeirra, sem að vísu unnu henni, en hlustuðu á söng hennar án þess að hlusta eins og maður, sem að vísu ekki er blindur, en aðeins sér skímu þar sem aðrir sjá haf sólgeisla. Og hugsanirnar um Hans leituðu á huga minn. Hans! Mundi eigi hjarta hans bresta, yrði hann að reyna það, að glata henni? Hans har trútt hjarta í brjósti. Guð verndi hann, hugs- aði eg. Unglingur, kann einhver að segja, unglingur, sem mun veit- ast það létt, að gleyma Úlriku — og hún honum. Ef til vill, ef til vill mun hann geta gleymt og lært að elska aðra konu, er hefði betri tök á að gera hann stæltan í baráttu lífsins. Ef til vill yrði hann siðar ásthrifinn, kannske í sveitastúlku, er að vísu væri eigi eins engilfögur og Ulrika, en ástúðlegri á svip.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.