Rökkur - 01.08.1930, Blaðsíða 2
R O K K U R
Bækurnar, sem allir ætti að eignastl
STEINGRÍMUR THORSTEINSON:
I—II
Eins og almenning'i er kunnugt, er undirritaður að gefa út rit Stein-
gríms heitins Thorsteinson skálds, þau, sem uppseld eru og ekki hafa
vörið gefin út áður. Af þessari útgáfu minni eru nú komnar út allmargar
bækur, og er útgáfunni hagað þannig, að menn geta fengið eftir vild
hverja bók fyrir sig eða samanbundnar í ca. 20 arka bindi, þ. e. Ritsafnifi,
sein af eru komin tvö stór bindi. Er þeim sérstaklega bent á Ritsafnið,
sem ætla sér að eignast þetta safn í heild. Það er í sama broti og ljóð-
mæli Steingríms og prentað á svipaðan pappir. Auk þess er bandið haft
nákvæmlega eins að útliti öllu, jafnvel gvllingu, svo hið besta fer á aft
liafa þessar bækur við hlið ljóðmælunum í skápnum.
í fyrra bindi ritsafnsins eru þessar bækur: Ljóöaþýðingar I. (engar
þeirra í ljóðmælunum), með mynd af þýðandanum áttræðum, Sawitri,
2. útgáfa með mynd, og Æfintýrabókin. Alls ca. 330 bls. Verð kr. 10.00.
í seinna bindinu eru þessar bækur: Ljóöaþýðingar II. (engar þeirra í
Ijóðmælunum) með mynd af þýðandanum miðaldra og hefir þessi mynd
ekki verið prentuð áður, nema í Rökkri, Sakúntala, 2. útgáfa, Saga frá
Sandhólabggðinni og Alpaskyttan, báðar eftir H. C. Andersen og R. II.-
ríma. AIls ca. 440 bls. Verð kr. 10.00.
Um hentugri bækur til tækifærisgjafa, einkum handa unglingum, er
vart að ræða. Nokkurra ummæla skal hér getið um þýðingar Steingrims:
„Vér hér á lándi höfum vist ekki tekið verulegan þátt i þessari alls-
herjar minningarhátið (H. C. Andersens-hátíðinni 1930), og hefðum vér
þó haft fulla ástæðu til þess, þvi að fáir hafa átt skáld, sem hafa.þýtt
Andersen á tungumál sitt af dýpri skilningi og' innilegri samúð hins and-
lega skyldleika en Steingrímur Thorsteinson gerði ....“
Friðrik Ásmundsson Brekkan i Degi.