Rökkur - 01.08.1930, Blaðsíða 48
94
ROKKUfí
v
Biskuplnn af Canterhury
og kynferSismálin.
Það vakti eigi all-litla eftir-
tekt, er erkibiskupinn af Canter-
bury, Dr. Lang, gerði kynferðis-
málin að umtalsefni í ræðu, er
bann hélt í vor. Enska klerka-
og biskupastéttin befir ekki til
þessa haft það orð á sér, að vera
víðsýn um slík mál, en svo er
að sjá, sem þar sé breyting á
að verða, þar sem svo merkur
kirkj uböfðingi og erkibiskupinn
mælir á þessa leið:
„Eg hefi veitt því eftirtekt, að
í stað þess að menn áður forð-
uðust að ræða um kynferðismál-
in, ræða menn nú um þessi mál
ítarlega og frjálslega. Eg get
ekki betur séð en að þetta sé
framför, því að eg held að það
liafi haft ill áhrif á ungu kyn-
stóðina áður fyrr, að ekkert var
um þessi mál rætt: að enga holla
fræðslu var um þau að fá. Unga
kynslóðin gerði sér því oft ó-
heppilegar og spillandi liug-
myndir um þessi mál — eða
fékk „fræðslu“ um þau í vond-
um félagsskap. Nú á dögum við-
urkenna menn hina miklu þýð-
ingu þessara mála og allir hugs-
andi kristnir borgarar telja sér
skylt, að hugsa alvarlega um alí
það, sem þessi mál álirærir, því
að þau snerta svo mjög velferð
manna. Eg kýs heldur allar þær
hættur, sem frjálsum umræðum
um þessi mál kunna að vera
samfara, heldur en þær hættur,
sem þögninni eru samfara. Eg
gleðst yfir því, að margar gaml-
ar venjur og óeðlileg bönd eru
rofin, svo að unga fólkið, pilt-
ar og stúlkur, getur verið sam-
an sem hreinskilnir félagar og
jafningjar. Yér viljum ekki nú
á tímum byggja trúarlíf vort
á orðunum: „Þú skalt ekki —“.
Hinsvegar verður að benda á
það í þessu sambandi þegar
rætt er um hið nýja frelsi, sem
ríkir í samverunni milli ungra
manna og kvenna að um miklar
hættur er að ræða.
Mönnum virðist nú létt að
leita nautna, án þess að eiga á
hættu margar alvarlegar afleið-
ingar, sem fyrr á tímum liéldu
í menn, en þegar út á nautna-
sligu er komið, er hið holla,
frjálsa samlíf æskulýðsins eitr-
að. Það er öllum vitanlegt, að
nú á tímum, einkanlega í stór-
borgunum og í nánd við þær, er
margt ungt fólk af háðum kynj-
um, sem að því er virðist lifir á
þann hátt, að í engu skerðist
virðing þeirra, en í raun og veru
oft og tíðum — og stundum
stöðuglega — leyfir sér það, sem
ungt fólk fyrr á dögum fyrir-
varð sig fyrir og hafði oft liinar