Rökkur - 01.08.1930, Blaðsíða 20

Rökkur - 01.08.1930, Blaðsíða 20
66 RÖKKUR leiddi aftur til óánægju í Rúss- landi i garð Breta. Ripon lávarður (1880—84) lagði áherslu á aukna alþýðu- fræðslu og rýmkun prentfrels- isins. Dufferin and Ava lávarð- ur (1884—88) kom Birma und- ir bresk yfirráð og lávarðarnir Landsdowne (1888—94) og Elgin (1894—99) sendu marga leiðangra út af örkinni til þess að tryggja norðvestur landa- mærin. En annars voru þessi ár erfið í Indlandi. Verðhrun leiddi af sér fall silfurrúpíunnar (gullmynt var ekki innleidd fyrr en 1899). Bændurnir voru alveg að kikna undir skattabyrðunum, en kapítalistarnir náðu þá eign- um þeirra á sitt vald. Hin miklu útgjöld til hernaðar og stjórnar höfðu aukist mikið og skulda- byrðarnar við England voru miklar. Ofan á þetta bættist hungursneyð, en hjálparráðstaf- anir reyndust ónógar. Curzon lávarður (1899—1905), sem var dugandi inaður, lagði fram mikið starf til þess að koma í veg fyrir hungursneyð, en samt féll ein miljón manna úr hungri 1904—1905. Árið 1904 voru ind- versku skólarnir settir undir eftirlit stjórnarinnar og vakti það gremju þjóðernissinnaðra manna, einkanlega í Bengal. Curzon, vildi koma þvi á, að Bengal væri skift í tvo hluta, og vakti það mikla gremju, enda þótt fyrir Curzon vekti aðeins að gera stjórn ríkisins auðveld- ari. Curzon þótti yfirleitt of im- perialistiskur og leiddi það til þess, að hann varð óvinsæll. Minto lávarður tók við af hon- um, en hann framkvæmdi samt hugmynd Curzons um skiftingu Bengal (80 milj. ibúa) og ekki tólcst honum að hefta framgang þjóðernishreyfingarinnar. Þ. 13. nóv. 1909 var gerð tilraun til þess að ráða hann af dögum, en hún mishepnaðist. Var hann þá staddur í Ahmedabad. Nú verður því ekki neitað að Englendingar hafa átt frum- kvæðið að miklum framförum i landinu. Þeir hafa lagt járn- brautir og vegi og síma, og bygt brýr o. s. frv. Og þeir liafa eflt atvinnuvegina á ýmsan hátt. En skuggahliðarnar hafa altaf ver- ið miklar og eru enn. Englend- ingar liafa altaf hugsað fyrst og fremst um hag sjálfra sín — um veldi Breta. Miklar skatta- byrðar hafa verið lagðar á þjóð- ina og lítil áhersla verið lögð á það að liefja upp þjóðir Ind- lands og menta þær, og þess vegna er enn þann dag í dag meiri hluti Indlands ólesandi og óskrifandi múgur, sem hefir ekki áhuga fyrir öðru en að hafa í sig og á og vinna fyrir þau sultarlaun, sem kúgaranum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.