Rökkur - 01.08.1930, Qupperneq 20
66
RÖKKUR
leiddi aftur til óánægju í Rúss-
landi i garð Breta.
Ripon lávarður (1880—84)
lagði áherslu á aukna alþýðu-
fræðslu og rýmkun prentfrels-
isins. Dufferin and Ava lávarð-
ur (1884—88) kom Birma und-
ir bresk yfirráð og lávarðarnir
Landsdowne (1888—94) og
Elgin (1894—99) sendu marga
leiðangra út af örkinni til þess
að tryggja norðvestur landa-
mærin. En annars voru þessi ár
erfið í Indlandi. Verðhrun leiddi
af sér fall silfurrúpíunnar
(gullmynt var ekki innleidd fyrr
en 1899). Bændurnir voru alveg
að kikna undir skattabyrðunum,
en kapítalistarnir náðu þá eign-
um þeirra á sitt vald. Hin miklu
útgjöld til hernaðar og stjórnar
höfðu aukist mikið og skulda-
byrðarnar við England voru
miklar. Ofan á þetta bættist
hungursneyð, en hjálparráðstaf-
anir reyndust ónógar. Curzon
lávarður (1899—1905), sem
var dugandi inaður, lagði fram
mikið starf til þess að koma í
veg fyrir hungursneyð, en samt
féll ein miljón manna úr hungri
1904—1905. Árið 1904 voru ind-
versku skólarnir settir undir
eftirlit stjórnarinnar og vakti
það gremju þjóðernissinnaðra
manna, einkanlega í Bengal.
Curzon, vildi koma þvi á, að
Bengal væri skift í tvo hluta, og
vakti það mikla gremju, enda
þótt fyrir Curzon vekti aðeins
að gera stjórn ríkisins auðveld-
ari. Curzon þótti yfirleitt of im-
perialistiskur og leiddi það til
þess, að hann varð óvinsæll.
Minto lávarður tók við af hon-
um, en hann framkvæmdi samt
hugmynd Curzons um skiftingu
Bengal (80 milj. ibúa) og ekki
tólcst honum að hefta framgang
þjóðernishreyfingarinnar. Þ. 13.
nóv. 1909 var gerð tilraun til
þess að ráða hann af dögum, en
hún mishepnaðist. Var hann þá
staddur í Ahmedabad.
Nú verður því ekki neitað að
Englendingar hafa átt frum-
kvæðið að miklum framförum
i landinu. Þeir hafa lagt járn-
brautir og vegi og síma, og bygt
brýr o. s. frv. Og þeir liafa eflt
atvinnuvegina á ýmsan hátt. En
skuggahliðarnar hafa altaf ver-
ið miklar og eru enn. Englend-
ingar liafa altaf hugsað fyrst og
fremst um hag sjálfra sín —
um veldi Breta. Miklar skatta-
byrðar hafa verið lagðar á þjóð-
ina og lítil áhersla verið lögð á
það að liefja upp þjóðir Ind-
lands og menta þær, og þess
vegna er enn þann dag í dag
meiri hluti Indlands ólesandi og
óskrifandi múgur, sem hefir
ekki áhuga fyrir öðru en að hafa
í sig og á og vinna fyrir þau
sultarlaun, sem kúgaranum