Rökkur - 01.08.1930, Qupperneq 10
56
R Ö K K U R
sóttir geisa oft og valda miklu
manntjóni.
III.
Gróðrarríki Indlands er fjöl-
skrúðugt. Við rætur Himalaya
er hitabeltisskógur, sem nær
mishátt upp í fjöllin, og gróður-
inn því misjafn. Á Dekan-há-
sléttunni eru miklir pálmaskóg-
ar og þar vaxa verðmætar trjá-
tegundir, svo sem teakviður og
sandelviður. Á sléttunum og í
nánd við árnar eru víðáttumikil
kjarrþykkni (jungle).
Dýralíf Indlands er einnig
fjölskrúðugt. Tigrisdýr eru um
alt landið, en Ijón aðallega í
Gujarat. Af öðrum dýrategund-
um ber að nefna: Fíla, nashyrn-
inga, hýenur, hirti, antilópur,
fjallageitur og margar apateg-
undir.ífljótunum er víða mergð
krókódíla og í nánd við þau og
víðar halda eiturslöngurnar til.
IV.
Árið 1911 var talið, að ibúa-
tala Indlands væri 315 miljónir.
Nákvæmar skýrslur um fólks-
f jölda Indlands eru ekki til, en
óhætt mun að fullyrða, að íbúa-
talan sé 310—320 miljónir. Mun
því láta nærri, að í Indlandi sé
% hluti íhúa jarðarinnar. Um
90% íbúanna bjuggu í sveitun-
um, en 10% í borgunum. 1 29
borgum var ibúatalan yfir
100,000. Stærstu borgirnar eru:
Calcutta (1,263,000), Bombay
(1,173,000), Madras (523,000),
Hyderabad eða Haidarabad
(405,000), Rangoon (340,000)
og Luknow (244,000).
Hlutfallslega eru miklu fleiri
bundnir hjúskaparböndum í
Indlandi en öðrum löndum. Er
það afleiðing af þvi, að barna-
hjónabönd voru til skamms
tima leyfð. 1 sumum héruðum
var t. d. y5 hluti allra telpna
undir 10 ára giftur. Ekknafjöld-
inn er mikill, því á meðal Ind-
verja er ekkjum ekki leyft að
giftast á ný. Fjölkvæni hefir til
skamms tíma átt sér stað í viss-
um landshlutum en mun ekki
alment neinstaðar nú orðið.
Alþýðufræðslan er í framför,
en er enn á mjög lágu stigi. Er
talið, að um 20 miljónir manna
í landinu séu læsir og skrifandi,
þar af aðeins um 2 miljónir
kvenna. Ári& 1918 voru 148,000
alþýðuskólar í landinu og í þeim
6 miljónir námssveina og
meyja, en námsmeyjarnar til-
tölulega langtum færri eða 1
miljón og 100 þús.. í landinu
munu vera um 8000 aðrir skól-
ar og nemendur íþeiml,100,000,
þar af aðeins 100,000 stúlkur.
Allmargir sérskólar eru í land-
inu og 8 háskólar.
Árið 1915 voru gefin út tæp-