Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 13

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Page 13
11 fast. Hér voru engin tiltök að bjarga, því sjóargangurinn var svo ofsalegur; bylgjurnar lömdu á því og beljuðu yfir það. Menn þótt- ust heyra neyðarópin og það sáu menn hvernig fólkið streittist og stritaði fyrir lífinu, þó alt væri fyrir gýg. Nú kom holskefla og steyptist eins og hrynjandi klettabjarg ofan á bugspjótið og bar það burt í svipan, en afturstafninn lyftist þá hátt upp úr sjónum. Eitthvað tvent henti sér saman út í sjóinn. Það gerðist í einum svip — og einhver stærsta bylgjan, sem veltist upp að sandhæðun- um varpaði mannslíkama inn á ströndina. Það var kvenmaður og lá næst að halda að lík væri; fóru nokkrar til af kvenfólkinu að bisa við konuna og þóttust finna með henni lífsmark. Var hún svo borin yfir sandhæðirnar í hús fiskimannsins. Hún var forkunnar fríð og fíngerð og ekki efamál, að hún væri tigin kona. Hún lifnaði við, en hafði hvorki ráð né rænu og ekkert vissi hún um atburð þennan, sem vel var, því alt sem henni kært var lá á mararbotni. Það hafði farið fyrir þeim eins og segir í kvæðinu gamla um konungssoninn frá Englandi: „Það var hin mesta sorgarsjón Að sjá hvernig skip það fór í spón“. Flökum og spýtubrotum skolaði á land; hún ein var á lífi þeirra, er á skipinu höfðu verið og enn þá geisaði stormurinn og hvein uieðfram allri ströndinni. Nú varð konunni nokkuð værra en að- eins í svip, því bráðum varð hún alverkja og hljóðaði upp yfir sig; hún lauk sundur augunum fögru og sagði nokkur orð, en enginn þeirra, er við voru, skildi hana. Og þá hafði hún þetta fyrir sínar þrautir og baráttu, að hún hélt a nýfæddu barni í fangi sínu. Það hafði verið gert ráð fyrir því, að það lægi í skrauthvílu með silkisparlökum; það hafði til staðið, að því yrði heilsað með fögnuði við inngang þess til lífsins, þess lífs, sem hlaðið var öllum jarðneskum gæðum, en nú hafði Drottinn vor látið það fæðast í fátæktar kytru; það var ekki svo mikið sem það fengi einn koss af vörum móður sinnar. Fiskikonan lagði barnið við brjóst móðurinnar, en það lá við hjarta, sem var hætt að slá, því hún var dáin. Því barni, sem auður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.