Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 79
77
lengra dró ofan eptir fljótinu. En rétt sem þau voru farin að hafa
sem mest yndi af fegurð náttúrunnar, þá fór Kaldbrynnir aptur að
gera vart við sig. Reyndar var það ekki nema smáglettni, því
Úndína tautaði opt hljóðlega niðrí öldugánginn með þykkju svip
og gerðist þá allt kyrrt, en það var ekki nema stundarfriður, því
ólætin byrjuðu undireins aptur á nýjan leik og spillti það allri
skemmtun þeirra. Urðu ferjumennirnir hræddir og stúngu saman
nefjum; var ekki trútt um að þeim stæði beigur af ferðafólki því,
er þeir höfðu innanborðs. Hugsaði Huldubrandur þá opt með sjálf-
um sér: „Það er því að kenna, að ekki sækjast saman líkir“, og er
ekki von á góðu, þegar mennskur maður gengur að eiga hafmey“.
Úndína sá útúr honum óánægjuna og fékk það henni mikillar sorg-
ar, gerðist hún svo mædd og þreytt af áhyggjum sínum og hinu
sífellda stríði, er hún átti í við Kaldbrynni, að þúngur svefnhöfgi
rann á augu hennar um kvöldið.
En rétt sem hún var sofnuð, sýndist öllum á skipinu, hvert sem
litið var, einsog afskræmislegt mannshöfuð gægðist upp úr öld-
unum, ekki einsog þegar maður syndir, heldur vissi andlitið upp,
líkt og það stæði fast á staur í vatninu, en rak þó með straumnum
jafnótt og skipinu skilaði áleiðis. Benti hver öðrum á þann haus-
inn, er hann sá, og sáu þeir þá allt í einu öll skrímslin og urðu dauð-
hræddir. Gerðist óp mikið svo að Úndína vaknaði, en þá samstundis
hvarf allt saman. Huldubrandur var uppvægur af heipt og var að
honum komið að rjúka upp með fáryrðum, en Úndína hvíslaði í
eyra honum og mælti: „Fyrir guðs sakir, talaðu ekki til mín í reiði,
því hér erum við úti á vatninu“. Hann þagði og sat þúngt hugsandi.
„Ætli það væri ekki bezt, elsku vinur!“ sagði Úndína eptir langa
þögn, „að við slepptum þessari óláns ferð og snerum heim aptur til
Hríngsaða?"
„Á eg þá“, sagði Huldubrandur önuglega, „að lifa einsog band-
íngi í borg minni og ekki mega um frjálst höfuð strjúka nema með-
an brunnurinn er byrgður? Þá vildi eg að bannsett frændfólkið". —
Meira sagði hann ekki í það skipti, því Úndína tók hendi sinni fyrir
munn honum, hann þagnaði og leit út í hött með ólundar svip.
Bertalda gat nú margs til í huga sínum um þetta. Hún vissi
nokkur deili á ætterni Úndínu, en Kaldbrynni þekkti hún ekki og