Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 18

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 18
16 tíma mun maður koma vestan að í blárri kápu; hann mun gera það að verkum, að turninn hallast“. Og það kom fram hundrað árum síðar, því þá gekk Vesturhafið upp á land og turninn hrundi, en eigandi herragarðsins, Predbjörn Gyldenstjerne, reisti sér annan nýjan garð þar, sem engið þrýtur og stendur hann enn í dag og er það Norður-Vorborg, sem nú heitir. Þar lá leið þeirra framhjá, Jörgens og fósturforeldra hans; frá hverju einu, sem hér var, frá hverjum bletti og hverju sviði hafði honum verið sagt á vetrarkvöldunum löngu, og nú sá hann það sjálfur, herragarðinn með eikunum tvísettum, trjám og runnum; víggarðsbrekkan gnæfði þar innar af alþakin burknagróðri, en fegurst voru linditrén, sem gnæfðu jafnhátt mæninum og fyltu loft- ið sætum ilmi. í einu garðshorninu, sem vissi til útnorðurs, stóð stór runnur blómstrum þakinn, og voru þau tilsýndar eins og vetr- armjöll í sumargrænkunni; það var yllisrunnur, sá fyrsti, sem Jörgen hafði séð bera slíkt blómskrúð. Nú héldu þau áfram ferðinni og úr þessu varð hún þeim hag- feldari, því þarna einmitt fyrir utan Norður-Þorborg, þar sem yllirinn stóð í blóma, þar hittist svo á, að þau mættu öðrum gest- um, sem ætluðu í erfisveisluna, og fengu að aka með þeim; reyndar urðu þau þrjú að sitja aftur á dálítilli trékistu járnbentri, en það þótti þeim samt betra en að ganga. Akbrautin lá um hnökrótt heiða- landið; nautin, sem vagninn drógu, stóðu við í bili, ef fyrir þeim varð grængresisblettur innan um lyngið, sólskin var heitt og bar fyrir undarlega sýn í fjarska; það var reykur, sem gekk í bylgjum, og var þó skærari en loftið; maður sá í gegnum reykinn, það var eins og ljósgeislarnir hentu sér áfram og dönsuðu eftir heiðinni. „Það er hann Loki karlinn, sem er að reka búsmalann sinn“, sögðu þau og þur-ftu ekki að segja Jörgen meira, honum þótti sem hann æki inn í æfintýralandið, og þó var þetta alt í raun og veru. Þögn og kyrð var yfir öllu. Heiðin lá flæmisvíð fyrir framan þau, eins og út þanin dýrindis ábreiða; lyngið var í blóma og dimm- grænir einiberjarunnar og ungu eikisnýgræðingarnir yptu sér upp i lynginu eins og blómvendir; það var svo aðlaðandi að velta sér þar, ef ekki hefðu verið þessir mörgu eitruðu höggormar. Um þá var verið að tala og úlfafjölda þann, sem áður hefði verið, enda héti héraðið fyrir þá sök Úlfborgarhérað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.