Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 40

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 40
38 inn sem bylgjandi hafið. Þarna voru fósturforeldrarnir hans gömlu frá Húsbæjar-sandhólum, Brönne gamli kaupmaður og kona hans hlið við hlið og fast upp við Jörgen sat þeirra blíðmilda, elskulega dóttir; hún rétti Jörgen höndina og þau gengu upp að altarinu, þar sem þau höfðu kropið saman fyrrum og presturinn lagði saman hendur þeirra og vígði þau til æfinlegs samlífs í ást og einingu. 1 því gullu yfir þeim básúnur með undursamlegum hljómi, eins og barnsrödd full af lögum og unaði, og hljóðið fór vaxandi og varð að dunandi orgelhljómi, að mögnuðum stormi fullra og lyftandi tóna, sem fagrir voru að heyra, en fullöflugir um leið til að sprengja hellubjarg grafarinnar. Og skipið, sem hékk inni í kórnum, seig niður fyrir fætur þeirra beggja, það varð svo stórt, svo skrautlegt, með silkisegl og gylta rá, akkerið af rauðagulli og allur reiðinn silkispunninn eins og segir í gamla kvæðinu. Og brúðhjónin stigu út á skipið og allur kirkjusöfnuðurinn fylgdist með þeim og var nóg rúm og dýrðar- fögnuður öllum til handa. Og allir veggir og bogar kirkjunnar blómstruðu eins og yllirinn og angandi linditrén, greinarnar og laufin blöktu blíðlega, beygðust til og lukust í sundur og skipið hófst í loft upp og sigldi með þau yfir sjóinn og gegnum loftið, hvert messuljós var dálítil stjarna og vindurinn tók undir með í sálma- söngnum; allir sungu með. „1 kærleikanum — til dýrðarinnar". — „Ekkert líf skal glatast". — „Sæla og fögnuður. Hallelúja!" Og þessi orð voru hans in síðustu í þessum heimi. Bandið slitnaði, sem hélt hinni ódauðlegu sál, aðeins líkið andvana lá eftir í kol- dimmri kirkjunni, sem vindurinn hvein yfir og sandkæfði á alla vegu. Það var sunnudagur daginn eftir og kom presturinn til messu- gjörðar. Leiðin hafði verið torsótt og nálega ófær af sandburðin- um og þegar til kirkjunnar var komið var orpinn um hana stór- eflis haugur af foksandi, sem tók hátt upp yfir dymar. Las þá presturinn stutta bæn og sagði, að guð hefði lokað dyrum að þessu sínu húsi, nú yrðu þeir að fara og reisa honum nýtt hús annars- staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.