Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 47

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 47
45 sínir hefðu kallað sig Úndínu og svo vildi hún heita framvegis. Mér þótti nafnið heiðnislegt — og það stendur heldur ekki neinstaðar í almanakinu. Eg leitaði ráða hjá presti í borginni og var hann mér samdóma; fór hann fyrir þrábeiðni mína heim með mér í gegnum eyðiskóginn, til að skíra barnið. Stúlkan litla var svo fríð og svo fallega búin, að presturinn fékk undireins góðan þela til hennar. Hún lét svo vel að honum og þrætti einhvernveginn svo skrítilega við hann, að hann lét loksins undan henni og lofaði henni að halda nafni sínu. Meðan verið var að skíra hana, hegðaði hún sér vel og siðsamlega, svo óstillt og óþekk sem hún hefir verið endranær. Því það segir kona mín satt, að við höf- um átt fullt í fángi með hana; eg gæti sagt yður“. ... Riddarinn grípur þá frammí fyrir fiskimanninum og segist heyra nið af beljandi vatnsflóði, sem nú um stund hafi farið í vöxt, og sé að færast nær bænum. Þeir hlupu báðir til dyra. Þá var túnglsskin á og sáu þeir að lækurinn sem féll úr skóginum, flóði upp á eyr- arnar, veltandi í beljandi sveipum, og reif með sér grjót og eikur. Stormurinn rak skýin hratt fyrir túnglið, sjórinn emjaði undan veðrinu, eikurnar brökuðu og beygðust niður að ólgusjónum. „Ún- dína! Úndína! komdu fyrir guðs sakir!“ kölluðu þeir fiskimaður- inn og riddarinn. En ekki heyrðu þeir að hún svaraði neinu og hlupu þeir nú sinn í hverja áttina. Frá því er þeir fundu Úndínu Því lengur sem riddarinn leitaði um nóttina, því meiri kvíði og áhyggjur sóktu á hann; stundum þókti honum einsog Úndína væri ekki nema töfrasjón, líkt og það sem fyrir hann hafði borið í skóg- inum, og mitt í ofviðri þessu og vatnagángi virtist honum senni- legast, að nesið með bænum og þeim, sem í honum bjuggu, væru sjónhverfingar einar. En alltaf heyrði hann innanum niðinn lángt í burtu fiskimanninn kalla, en konu hans biðjast fyrir hástöfum og sýngja. Loksins kom hann að læknum, sem var í ofvexti, og sá að hann hafði flóð fram fyrir skóginn, svo að nesið var orðið að ey. Varð hann þá hræddur um að Úndína sæti ein og grátandi í skóg- inum og gæti ekki komizt heim aptur; hann klifraði innanum björg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.