Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 104

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 104
102 hann fór ýmist í þessa átt eða hina, hnaut í sköflum, stakst á haus- inn niður í lautir. Gekk svo um hríð. Að minnsta kosti hálf klukku- stund var liðin og Wladimir fannst, að hann ætti að vera kominn að skóginum við Jadrino, en hvergi sást tré, og gekk svo enn í tæpan fjórðung stundar. Wladimir ók nú yfir akur milli tveggja skurða. Hríðarveðrið lægði ekki. Hesturinn var orðinn þreyttur og þrátt fyrir hríðina og kuldann var hann kófsveittur. Wladimir var nú ekki lengur í neinum vafa um, að hann fór í þveröfuga átt. Hann nam staðar, hugsaði málið, leit í kringum sig og reyndi að átta sig á því, sem fyrir augun bar. Hann sannfærðist um, að hann hefði átt að beygja til hægri. Og það gerði hann nú, en hesturinn komst vart úr sporunum. Klukkustund var liðin eða vel það síðan er hann lagði af stað að heiman. Það hlaut að vera skammt til Jadrino. En áfram ók hann, án þess að skógurinn kæmi í Ijós eða þorpið. Ekkert blasti við nema snævi huldir akrar, skafl- ar og skurðir, og tvívegis eða þrívegis hvolfdi sleðanum. Wladimir var farinn að hafa áhyggjur þungar og stórar. Og tíminn leið. Loks sá hann eins og dökka þústu framundan. Wladimir stefndi þangað. Þegar nær kom sá hann, að hann nálgaðist útjaðar skógar. „Guði sé lof“, sagði hann. „Nú á eg skammt ófarið“. Hann ók nú að skógarjaðrinum og þar næst meðfram honum í von um að komast á veginn, sem hann var svo vel kunnur, eða komast kringum skóginn, þangað sem sæist til þorpsins. Hann sá nú allt í einu veg, sem lá inn í skóginn, sem var nakinn og skugga- legur, en er inn í skóginn kom var skjól, og jókst manninum og hestinum nú hugrekki. Vegurinn var allgóður. Wladimir var ekki lengur í vafa um, að allt mundi fara vel. Hann ók nú eftir veginum, en ekki kom Jadrinoþorp í ljós. Það var eins og skógurinn ætlaði aldrei að enda og Wladimir komst nú að raun um sér til mikillar skelfingar, að hann var í skógi, sem hann hafði aldrei stigið fæti sínum í áður. Hann sveiflaði keyri sínu og sló á lendar hestsins og hann greikkaði sporið, en hægði fljótt á sér aftur, því að vesalings skepn- an var dauðþreytt og gat varla dragnast áfram, þrátt fyrir hvatn- ingar Wladimirs. Skógurinn varð gisnari og brátt var Wladimir kominn út úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.