Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 34
32
á bát; ofviðrin keyrðu skip eftir skip upp á manndrápsrifin; það
gengu snjóbyljir og sandbyljir, sandinum hlóð utan um húsið svo
menn urðu að komast út með því að skríða upp um reykháfinn;
en þetta þótti engin nýlunda á Skaganum. Inni í stofunni var hlýtt
og notalegt, það snarkaði og brakaði í lyngtorfinu og rekasprek-
unum og Brönne kaupmaður las hátt í gamalli króníku um Amlet
(Amlóða), konungssoninn danska, sem kom frá Englandi, gekk á
land við Bógbjarg og háði þar orustu; og var þar heygður við
Ramma, tvær mílur þaðan sem álabóndinn átti heima; fornmanna-
haugar voru svo hundruðum skifti á heiðinni og kvaðst Brönne
kaupmaður sjálfur hafa komið að gröf Amlets.
Það var talað um fornar tíðir, um grannþjóðirnar, Engla og
Skota, og söng Jörgen þá kvæðið um konungssoninn frá Englandi
og skrautlega skipið, hversu það var veglega út búið.
„Sú gnoð milli borða var gulli fáð,
Og guðs orð var yfir þiljum skráð!
Á framstafn var málað og fegurð jók:
I fang sér er kóngsson brúði tók“.
Söng Jörgen með svo innilegri tilfinningu, að hún skein af augum
hans, þessum suðrænu augum, sem alt frá fæðingunni voru svo
svört og ljómandi.
Þar var bæði lesið og sungið; þar var velmegun og kærleiksríkt
heimilislíf sem enda náði niður til heimadýranna, öllu var haldið
svo þrifalega, tindiskarnir og tinílátin svo skínandi fægð og niður
úr lofti héngu sperðlar og reykt svínslæri, gnóglegur vetrarforði;
slíkt getur enn að líta á mörgum bændaheimilum vestan til á Jót-
landi, vistir kappnógar og stásslegt í stofum — greind og vitsmunir
samfara glaðlyndi, það er til hjá þeim; og sterkefnaðir eru þeir
orðnir á vorum dögum og hjá þeim á gestrisnin heima ekki síður
en í tjöldum Arabanna.
Jörgen hafði aldrei áður lifað jafn ánægjulega daga frá því á
barnsárum, þegar hann naut hinna fjögurra ánægjudaga í erfis-
veislunni og þá var ungfrú Klara fjarverandi, en um hana var bæði
hugsað og talað; að því leyti var hún hvergi fjarri.
I aprílmánuði átti skip að fara til Noregs og Jörgen með því-