Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 34

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Side 34
32 á bát; ofviðrin keyrðu skip eftir skip upp á manndrápsrifin; það gengu snjóbyljir og sandbyljir, sandinum hlóð utan um húsið svo menn urðu að komast út með því að skríða upp um reykháfinn; en þetta þótti engin nýlunda á Skaganum. Inni í stofunni var hlýtt og notalegt, það snarkaði og brakaði í lyngtorfinu og rekasprek- unum og Brönne kaupmaður las hátt í gamalli króníku um Amlet (Amlóða), konungssoninn danska, sem kom frá Englandi, gekk á land við Bógbjarg og háði þar orustu; og var þar heygður við Ramma, tvær mílur þaðan sem álabóndinn átti heima; fornmanna- haugar voru svo hundruðum skifti á heiðinni og kvaðst Brönne kaupmaður sjálfur hafa komið að gröf Amlets. Það var talað um fornar tíðir, um grannþjóðirnar, Engla og Skota, og söng Jörgen þá kvæðið um konungssoninn frá Englandi og skrautlega skipið, hversu það var veglega út búið. „Sú gnoð milli borða var gulli fáð, Og guðs orð var yfir þiljum skráð! Á framstafn var málað og fegurð jók: I fang sér er kóngsson brúði tók“. Söng Jörgen með svo innilegri tilfinningu, að hún skein af augum hans, þessum suðrænu augum, sem alt frá fæðingunni voru svo svört og ljómandi. Þar var bæði lesið og sungið; þar var velmegun og kærleiksríkt heimilislíf sem enda náði niður til heimadýranna, öllu var haldið svo þrifalega, tindiskarnir og tinílátin svo skínandi fægð og niður úr lofti héngu sperðlar og reykt svínslæri, gnóglegur vetrarforði; slíkt getur enn að líta á mörgum bændaheimilum vestan til á Jót- landi, vistir kappnógar og stásslegt í stofum — greind og vitsmunir samfara glaðlyndi, það er til hjá þeim; og sterkefnaðir eru þeir orðnir á vorum dögum og hjá þeim á gestrisnin heima ekki síður en í tjöldum Arabanna. Jörgen hafði aldrei áður lifað jafn ánægjulega daga frá því á barnsárum, þegar hann naut hinna fjögurra ánægjudaga í erfis- veislunni og þá var ungfrú Klara fjarverandi, en um hana var bæði hugsað og talað; að því leyti var hún hvergi fjarri. I aprílmánuði átti skip að fara til Noregs og Jörgen með því-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.