Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 68

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 68
66 var, en Bertalda segir við Úndínu: „Hvað vildi hann þér, brunn- meistarinn?“ Úndína hló við og mælti: „Það skal eg segja þér að einum degi liðnum, elskubarn! því þá er nafndagurinn þinn“. Meira vildi hún með engu móti segja. En er þau voru skilin við Bertöldu og gengu heimleiðis, segir Huldubrandur við konu sína: „Var það hann Kaldbrynnir?“ „Já, það var hann“, svaraði Úndína. „Hann ætlaði að hræða mig með marklausu hjali, en þvert á móti vilja hans glöppuðust þau tíðindi fram úr honum, sem mér er hin mesta gleði að. Viljir þú heyra það nú þegar, elsku vinur! þá skal eg segja þér það, en ef þú villt gleðja mig, þá hefirðu biðlund og tekur þátt í hinum óvænta fögnuði með hinum öðrum“. Huldubrandur lét fúslega að óskum hennar, er hún beiddi hann svo vel; þegar hún var gengin til hvílu og rétt að kalla sofnuð, sagði hún við hann í hálfum hljóðum: „Mikil gleði verður það fyrir elsku lífið hana Bertöldu, að heyra það, sem brunnálfurinn sagði mér“. Nafndagnr Bertöldu Samkvæmisfólkið sat nú til borðs og skipaði Bertalda öndvegi, ljómandi af blómum og gersemum, er fósturforeldrar hennar og vinir höfðu gefið henni. Þegar hin dýrðlega máltíð var á enda og sætabrauð og aldin voru innborin, var dyrunum lokið upp eptir gömlum og góðum sið, til þess að hjúin og hver annar sem vildi gæti tekið þátt í gleði húsbændanna. Báru skutilsveinar riddarans brauð og vín á milli áhorfendanna. Þau Huldubrandur og Bertalda biðu með óþolinmæði vitneskju þeirrar, er Úndina hafði heitið þeim. En hún sat alltaf grafkyrr og síbrosandi, og bærði ekki á sér. Sáu þau á henni, að þá og þegar var að henni komið að gera launúngarmálið uppskátt, en hún frestaði því alltaf, einsog börnin, sem geyma sér beztu hnossgætin þángað til seinast. Bertalda var hreif af tilhlökkun, því hún bjóst við að heyra einhverja mikla heillafrétt. Nú beiddu nokkrir af gestunum Úndínu að sýngja fyrir sig vísur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.