Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 38
36
leikans mundi vissulega í öðru lífi bæta honum upp það, sem hann
hér á jörðu hafði þolað og farið á mis við. „Drottinn er öllum
góður og miskunn hans er yfir öllum hans verkum“. Þessi orð úr
Davíðs sálmum tók hin guðhrædda kona kaupmannsins gamla sér
í munn og hafði þau yfir í fullu trúartrausti og var það hjartanleg
bæn hennar til drottins, að hann leysti Jörgen bráðum, svo að hann
fengi inngengið í annan heim til hinnar guðlegu náðargjafar, „eilífa
lífsins“.
1 kirkjugarðinum, þar sem sandinum feykti án afláts yfir kirkju-
garðsmúrinn, lá Klara jörðuð; það var eins og það ætti engan stað
í því sem aðallega fylti hugskot hans, en það voru tóm reköld úr
einhverri óljósri fortíð. Á hverjum sunnudegi fór hann í kirkju
með Brönnefólkinu og sat þar grafkyrr með sljóu augnaráði. Það
var einhvern dag í miðjum sálmasöngnum, að hann stundi við upp-
hátt, þá Ijómuðu augu hans og þá dvöldu þau einmitt á sama blett-
inum, þar sem hann fyrir meira en ári og degi hafði kropið með
hinni látnu ástvinu sinni; hann nefndi nafn hennar, hann varð ná-
fölur í yfirbragði og tárin hrundu eftir kinnum hans.
Hann var studdur út úr kirkjunni og sagði þá þeim, sem með
honum fóru, að sér liði vel, og að hann gæti ekki fundið að neitt
hefði gengið að sér, það sagði hann, sem drottinn hafði látið kenna
á svo hörðu og varpað í svo miklar mótlætingar.
Og víst er hitt, að alvitur er drottinn og fullur alkærleika, hver
getur efast um það? Hjarta vort og skynsemi finnur það; ritningin
staðfestir það. Miskunn hans er yfir öllum hans verkum.
Á Spáni, þar sem hlýjar vindgolur leika um serknesku stöpul-
kúlurnar gullroðnu, innan um lárviðar og gulleplaskóginn, þar sem
söngurinn ómar og handskellurnar smella, þar sat nú í skrauthýsi
sínu barnlaus öldungur, kaupmaðurinn, sem öllum var ríkari. Börn
fóru um strætin í prósessíu með logandi ljósum og blaktandi fánum.
Hversu mikið mundi hann ekki hafa viljað gefa fyrir þá eignina,
að hafa börnin sín, dóttur sína eða barnið hennar, barnið sem ef
til vill aldrei leit þessa heims Ijós og því síður Ijós eilífðarinnar.
„Vesalings barn!“
Já, vesalings barnið, og komið þó undir þrítugt, svo gamall var
Jörgen orðinn á Gamla Skaga.