Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 31
29
líka; enginn lífsbikar er eintóm remma, þann bikar gæti enginn
góður maður rétt manns barni, mundi þá drottinn geta það, hann,
sem er kærleikurinn sjálfurr
„Látum það nú alt vera grafið og gleymt“, sagði Brönne kaup-
maður, „drögum feitt stryk ofan í seinasta árið. Við brennum
almanakið og leggjum af stað norður til blessaðra friðar og ánægju
heimkynnanna á Skaganum; þeir kalla hann útkjálka landsins, en
eg segi að hann sé blessað ofnværuhorn, sem snýr með opna glugg-
ana við víðri veröld“.
Þetta mátti kalla að ferðast, þetta mátti kalla að draga andann
að sér aftur, að koma úr köldu fangelsisloftinu út í vermandi sól-
skinsblíðuna. Heiðin blasti við með lyngið alblómgað, alt var þakið
í blómum, hjarðsveinninn sat á fornmannahaugnum og blés í hljóð-
Pípu sína sem hann hafði búið sér til úr sauðarlegg. Upphillingar
sáust, hinar fögru loftsjónir með hengigörðum og sveimandi skóg-
um og hinn undurlétti loftbylgju tindringur, sem sagt er um að
sé „Loki karlinn með hjörð sína“.
Nú var haldið sem leið liggur upp að Limafirði, svo um bygðir
Vendilbúa og upp að Skaga, þaðan höfðu síðskeggjuðu mennimir,
Langbarðarnir, úr landi farið forðum daga, þegar hungursneyðin
uiikla var, stóð þá til að drepin væri börn öll og gamalmenni, en
göfugkvendið Gambarúk, sem átti land mikið þar um slóðir, lagði
Það til, að heldur skyldi æskulýðurinn fara úr landi. Þetta vissi
Jörgen, svo vel var hann að sér, og þó hann þekti ekki Langbarða-
landið fyrir handan Alpafjöllin háu, þá vissi hann samt, hvernig
þar mundi umhorfs, með því að hann á unglingsárum sínum hafði
verið suður á Spáni; hann mundi eftir upphauguðum aldinhauga-
'íyngjunum, granatblómunum rauðu, suðuganginum og klukkna-
hringingunni í býflýgisbúi stórborgarinnar, en ekki blandaðist hon-
Ura hugur um það, að fallegast væri í átthagalandinu, Danmörku.
Loksins komust þeir til Vendilskaga, eins og Skaginn er kallað-
Ur í fornum norrænum og íslenkum ritum. Langa leið, svo mílum
skiftir, lá þá og liggur ennþá Gamli Skagi og Vesturbær og Austur-
hær með sandhólum og ekrum á milli, alla leið að Vitaturninum
nálægt „Greininni“. Þar stóðu þá og standa enn í dag hús og
hændagarðar innan og saman um blásna og síbreytilega sandhóla;
það er eyðilegt land þar sem vindurinn lyftir sér og ólátast í laus-