Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 103

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 103
101 eins og til þess að stöðva hina ungu mær á flótta hennar. Með nokkrum erfiðismunum komust þær þangað sem sleðinn beið. Hestunum var kalt og ekillinn átti erfitt með að hemja þá. Hann hjálpaði mærinni og þernu hennar að koma sér fyrir á sleðanum, lagði kistilinn og pinklana við fætur þeirra, settist í sæti sitt og ók svo af stað og fór geist. Við skiljum nú við Terscha, ekil Wladimirs, Möshu og þemu hennar og víkur nú sögunni að Wladimir, unnusta Möshu. Hann hafði verið á ferð allan daginn. Fyrst ók hann á fund prestsins í Jadrino, og tókst honum, með miklum erfiðismunum, að ná sambandi við hann. Þar næst fór hann á fund manna þar í sveitinni, til þess að biðja þá að vera giftingarvotta. Fyrst fór hann á fund manns, sem verið hafði merkisberi í riddaraliðinu. Maður þessi nefndist Dravin og var um fertugt. Hann félst á að veita aðstoð sína og stóð ekki á því. Kvaðst hann gera það með ánægju, því að þetta minnti hann á ævintýri sín, er hann var í riddaraliðinu. Hann fékk Wladimir til þess að doka við og borða miðdegisverð. Ekkert liggur á, sagði hann. Það yrði fljótlegt að fá hin tvö vitnin. Og viti menn, að miðdegisverði loknum kom þarna landmælingamaður að nafni Schmidt, og sonur kapteins í lögregluliðinu, sextán ára piltur, sem var nýgenginn í riddaraliðið. Þessir tveir buðust til þess að vera vitni og leggja lífið í sölurnar fyrir Wladimir og hina ungu brúður hans, ef þörf krefði. Wladimir faðmaði þá að sér allshugar feginn og flýtti sér heim til þess að búa svo í haginn, að allt væri til taks. Það var þegar farið að skyggja. Hann var búinn að senda hinn trygglynda þjón sinn, Tercha, á vettvang með sleðann, og hafði gefið honum nákvæmar fyrirskipanir um allt, og því næst leigði Wladimir sér lítinn eineykissleða, og lagði af stað einn síns liðs til Jadrino, en þangað var Mariu Gavrilovnu von innan tveggja stunda. Wladimir var kunnur veginum og hefði átt að komast til Jadrino á tuttugu mínútum. En Wladimir var ekki fyrr kominn út á bersvæði en hríðin var beint í fangið, og hann gat ekki séð faðmlengd frá sér, hvað þá meira. Svo dimm var hríðin, að hann gat ekki séð veginn, hestur- inn snerist í hring með sleðann í eftirdragi, og fyrr en varði var Wladimir orðinn áttavilltur. Hann varð að láta hestinn ráða, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.