Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 83

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 83
81 „En þessvegna", mælti Úndína, og var þá sem hún hrósaði sigri, „þessvegna berst hann nú fljúgandi í draumi yfir Miðjarðarhafið og er heyrnarvottur að því, sem hér er talað. Eg hefi með ásettu ráði séð um það“. Þá leit Kaldbrynnir með heiptarsvip til riddarans, stappaði fæt- inum og renndi sér óðfluga gegnum bylgjurnar, sem kólfi væri skotið. Það var einsog hann bólgnaði upp í reiði sinni og yrði að stóreflis hval. Svanavængirnir þutu á ný, saungurinn hljómaði apt- ur fyrir eyrum riddarans, og þóktist hann berast heim aptur til borgar sinnar yfir láð og lög. 1 því hann vaknaði, kom inn her- bergissveinn og sagði honum, að Heilmann prestur væri enn þar í byggðarlaginu. Höfðu menn komið að honum í kofa einum í skóginum, og spurt hann, hvað hann tæki sér fyrir hendur, úr því hann ekki ætlaði að vera við brúðkaupið, en hann hefði svarað: „Það eru til fleiri hátíðir en ein og þó eg ekki komi til einnar, þá get eg komið til annarrar. Það er bezt að vera við öllu búinn“. Riddaranum fannst mikið um, er hvorutveggja bar saman, draumnum og orðum þessum. En sá maður, sem hefir fastráðið með sér einhverja fyrirtekt, mun trauðlega láta af henni, enda þó mikið liggi við. Var því allt eptir sem áður í borginni. Frá brúðkaupi riddarans Brúðkaupshátíðin á Hríngstöðum var heldur dapurleg, það var líkt °g þegar glæsilegir og ljómandi gripir eru huldir svörtum sorgar- blæjum. Þókti öllum gestunum eyðilegt og söknuðu þeir Úndínu ósjálfrátt. 1 hvert skipti sem dyrunum var lokið upp, þá litu allir Þángað, einsog þeir vonuðust eptir henna. Brúðurin ein sýndist vera í glöðu skapi, og þó var ekki trútt um, að henni öðru hverju brygði undarlega við, þegar henni flaug í huga, að hún sat nú í öndvegi með brúðarkórónuna í gullsaumuðum klæðum, meðan Ún- dína volkaðist stirð og náköld á Dónár botni. Þegar tekið var að nátta, fóru boðsmenn heimleiðis frá borg- inni og voru daufir í bragði. Þau brúðhjónin gengu til herbergja sinna til að afklæðast, hún með þernum og hann með þjónum. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.