Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 77

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 77
75 láttu mig fara með þér“. En er hún sá að óp hennar kom fyrir ekki, lét hún söðla hest sinn og reið á eptir honum. Svartidalur lá upp til fjalla; þar var dimmt og draugalegt og myrkviður mikill, en nú var liðið af dagsetri og gerðist því enn skuggalegra í dalnum. Glettist Kaldbrynnir við riddarann í skóg- inum hvað eptir annað, en hann skeytti því ekki hót. Nú heyrir hann Bertöldu kveina álengdar og leitar á hljóðið. Kom hann þar að, sem hún lá í grasinu ángistarfull og örmagna. ,,Mér er það mak- legt fyrir glæpsku mína“, segir hún, ,,þó eg deyi hér af hræðslu og þreytu“. Huldubrandur reyndi að hugga hana, en hestur hans var orðinn svo trylltur af reimleiknum í skóginum, að engu tauti varð við hann komið. 1 vandræðum þessum heyrir hann vagnhjól skrölta eptir grjótveginum, og kallar eptir hjálp. Sá, sem fyrir var, svaraði honum með karlmannlegum málrómi og kvaðst skyldi hjálpa hon- um. Þá komu tveir hvítir hestar fram úr skóginum; vagnmaðurinn var í hvítum kufli og hvítar voðir breiddar yfir vagninn. Hann hvíslaði einu orði að hesti riddarans og varð hann þá spakur. Nú samdi riddarinn í skyndi við vagnmanninn um það, að hann skyldi láta Bertöldu sitja hjá sér í vagninum, sem að hans sögn var hlað- inn mjúkri og ágætri ull — og aka með hana til Hríngstaða. Ridd- arinn ætlaði að ríða eptir vagninum, en hesturinn gat varla borið hann af þreytu eptir fælnina. Kom hinn ókunni maður honum því til að setjast upp á vagninn og hafði hestinn nú á eptir sér í taumi. Nú rann vagninn hóglega áfram og varð Huldubrandi og Bert- öldu hugléttara. Tóku þau tal með sér og átaldi hann hana með blíðu, en hún tók þvi með auðmýkt, og var ástin auðskilin í hverju orði, sem hún sagði. En er þau voru sem ánægðust, tók vagnmað- urinn allt í einu að æpa með skrækhljóðaðri rödd: „Hott! hott! lýsíngar minir, reisið á ykkur höfuðin og flýtið ykkur! munið þið ekki hverjir þið eruð?“ Riddarinn leit ofan af vagninum og sá nú að hestarnir óðu mitt í beljandi straumi. Syntu þeir áfram, en vagnhjólin þutu og hríngsnerust einsog mylnuhjól. Vagnmaðurinn var stokkinn uppá akbekkinn, er vatnsflóðið hækkaði. „Er þetta Kaldbrynnir?“ segir riddarinn. „Verið getur það“, sagði hinn skellihlæjandi, fitjaði upp á nefið og leit aptur í vagninn. En nú sást hvorki vagninn né heldur hest- arnir. Allt var í einu löðri og rauk froðan á alla vega, Kaldbrynnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.