Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 52

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 52
50 bæði illt og broslegt að sjá, hvernig hann teygðist sundur og saman með fettum og brettum, rétti hann höndina hátt upp með gullpen- ínginn og grenjaði: „Falspeníngur! falspeníngur!" Stóð eg þá við og sagði: „Hvað á þetta org að þýða? komdu og fáðú einn gull- peníng til, já tvo eða þrjá, ef þú bara lætur mig fara í friði“. Þá byrjaði hann aptur á bukti sínu og beygíngum, sem mér stóð svo mikill stuggur af, og sagði: „Ekki gull! ekki gull! minn náðugi herra! eg á nóg af því sjálfur; lítið þér á!“ Þá þótti mér sem eg sæi gegnum grassvörðinn, einsog væri hann af grænu gleri og jörðin hnöttótt, sem áður sýndist flöt. Sá eg fjölda álfa undir fótum mér og léku þeir sér að gulli og silfri og blésu gullsvarfi hver framan í annan. Óvætturinn, fylgisveinn minn, stóð hálfur niðrí jörðinni, en hálfur uppi. Lét hann hina rétta sér ógrynni af gulli og hélt því glottandi framan í mig, síðan kastaði hann því aptur niðrí málmskorurnar, svo að glumdi undir. Sýndi hann þá álfunum gullpenínginn, sem eg hafði gefið honum, en þeim varð svo glatt, að þeir ætluðu að sprínga af hlátri og æptu þeir að mér; loksins skáru þeir mér höfuð, allir samtaka, og réttu mér fíngur, grómtekna af málmsora; urmullinn æstist og æstist sívax- andi og fór að skríða upp þángað sem eg var. Varð eg þá eins felmtraður og hestur minn varð áður; keyrði eg hann sporum og veit eg nú ekki, hversu lángt hann sendist með mig inn í skóginn. Þegar eg loksins stöðvaði hestinn, var komið að dagsetri. Grillti eg þá í troðníng milli greinanna og hélt að hann lægi ef til vill heim til borgarinnar. Reyndi eg að þrengjast að honum gegnum skóginn, en þá sá eg snjóhvítt andlit gægjast út á milli laufanna; heldur var það óskýrt ílits og breytti svipnum án afláts. Eg ætlaði að komast undan því, en hvert sem eg hörfaði, þá stóð það allt af fyrir mér. Varð eg þá reiður og hleypti hestinum á það, en þá rauk hvít froðan framan í mig og reiðskjóta minn, svo að við urðum sjónlausir og neyddumst til að snúa við. Svona rak það okkur alltaf á undan sér í sömu stefnu. Þegar eg endrum og eins leit aptur fyrir mig, sá eg að þetta hvíta höfuð sat á hvítum kroppi geysi stórum. Sýndist mér það einatt vera reikandi hver, en aldrei gat eg séð það til fulls. Eg lét nú loksins undan hinni hvítu mynd, sem elti mig og kínkaði kolli einsog henni líkaði við mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.