Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 63

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 63
61 við þau á alla vegu. Þeir, sem þar búa, eru yndisfagrir yfirlitum og að öllum jafnaði fríðari en mennirnir. Margur fiskimaður átti því láni að fagna, að sjá einhverja hafmeyna, í því hún hóf sig sýngjandi upp úr sjávardjúpinu. Sagði hann þá öðrum af fegurð hennar og slíkar verur hafa mennirnir kallað Úndínur. Hér máttu sjá eina slíka, elsku vinur! því eg er Úndína“. Riddarinn var orðlaus af ótta og undrun, en Úndína hristi höf- uðið með hryggðarsvip, stundi þungan og mælti enn fremur á þessa leið: „Við mundum vera miklu sælli en mennirnir — því menn köllum við okkur og erum það líka að öllu sköpulagi, ef okkur væri ekki eins ávant. Við og ættíngjar okkar í loptinu, eldinum og jörðinni, við eyðumst og fyrirförumst, og þegar þið vaknið til æðra lífs, bá erum við dáin og horfin í sandi og eldi, öldum og vindum. Við erum sálarlaus; náttúran skapar oss hræríngu og hlýðir oss að mestu, meðan við lifum, en tekur við okkur aptur, þegar við deyj- um; við látum það ekki á okkur festa, heldur erum við kát einsog næturgalarnir og gullfiskarnir og önnur fögur náttúrunnar börn. En allt miðar að einhverju æðra takmarki. Faðir minn, sem var voldugur sækonúngur, vildi að einkadóttir sín skyldi geta mann- lega sál, þó hún yrði að stríða við allar þær þrautir og hörmúngar, sem á ykkur eru lagðar. En ekki getur okkur orðið sálarinnar auðið, nema einhver af ykkar kyni bindi við okkur innilega ást og samlag. Nú er eg gædd mannlegri sál. Þér, sem eg elska heitar en orð fái lýst, þér á eg sál mína að þakka, þér á eg það að þakka, ef eg ekki lifi það sem eptir er æfinnar í eymd og volæði. Því hvað á að verða af mér, ef þú lætur mig eina og útskúfar mér? En ekki vil eg halda þér með svikum. Og viljir þú nú útskúfa mér, þá gerðu Það þegar í stað og vitjaðu heimsins aptur. Eg hverf þá hér niður í lækinn; hann er frændi minn og einbúi hér í skóginum, fjærkom- inn vinum sínum, en þó voldugur og yfirbjóðandi margra stórra strauma. Hann bar mig híngað til hjónanna, þegar eg var léttlynt barn og lék við hvern minn fíngur, og eins mun hann nú aptur koma hinni ólánsömu, ástríku konu til foreldra sinna“. Hún ætlaði að segja meira, en riddarinn faðmaði hana að sér Weð hrærðu hjarta og bar hana aptur yfir á bakkann. Þar sór hann uieð kossum og tárum, að hann aldrei skyldi skilja við sína ást-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.