Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 84

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 84
82 Bertalda lét sér til afþreyingar breiða út skartklæði þau og gripi, sem riddarinn hafði gefið henni, og bar það undir þjónustumeyj- arnar, hvern búníng hún ætti að velja sér til næsta dags. Þernurnar settu þá upp á hana mesta hól og lofuðu fegurð hennar með mikl- um fagurgala, en Bertöldu þókti vænt um. „En sjáið þið ekki“, sagði hún og leit um leið í spegilinn, „sjáið þið ekki freknurnar, sem komnar eru þarna á hálsinn á mér?“ Sögðu þær að sér þækti heldur prýði að þeim en lýti, því hörundsbirtan stíngi betur af við þessa yndislegu smádíla. „Það verður samt aldrei nema lýti“, sagði Bertalda. „Og eg veit að það gæti náðst af. En því er nú verr, að brunnurinn er byrgður, sem eg fékk úr vatnið góða til að hreinsa hörund mitt. Eg vildi eg hefði eina flösku af því núna í kvöld“. „Ekki annað en það?“ segir ein af þernunum og hleypur út. „Hún er þó líklega ekki svo vitlaus“, mælti Bertalda fegin, „að halda að hellunni geti orðið velt frá í kvöld?“ Heyrðist þá traðk niðrí hall- argarðinum og sást útum gluggann að þernan fór með marga verk- menn að brunninum; höfðu þeir með sér lyptiása og önnur verk- færi. „Ekki skal eg láta mér þykja margt að því“, sagði Bertalda og hló við, „bara það standi ekki of lengi á því“. Hlakkaði hún yfir því með sjálfri sér, að hún skyldi nú með einu orði hafa komið því til vegar, sem henni áður var svo þverlega synjað um, og stað- næmdist hún út við gluggann til að sjá hvað verkinu miðaði áfram. Verkmennirnir tóku nú undir helluna af alefli og sárnaði þó sumum, að þeir skyldu verða að ónýta það, sem fyrri húsfreyjan hafði gera látið. En verkið vanst miklu hægar en við var búist, og var sem eitthvað lyfti undir helluna að neðan. „Það er eins og brunnurinn sé orðinn að hver“, sögðu verkmennirnir. Hófst hellan loksins upp án þess að valla nokkur tæki á, og fleygðist með dimm- um skruðníngi eptir garðinum steinlögðum. En upp úr brunninum reis fannhvítur vatnsstrókur og héldu menn að nú væri hverinn farinn að gjósa, en þeir sáu skjótt að strókurinn var kona, alhjúpuð hvítri blæju og nábleik. Hún sló höndunum og gekk hægt og seint til hallarinnar. Verkmennirnir hlupu sinn í hverja áttina, en brúð- urin stóð kyr við gluggann með þernum sínum, náföl og nötrandi af hræðslu. En er konan gekk fyrir gluggann, leit hún upp til henn- ar grátandi og þóktist Bertalda kannast við hið föla yfirbragð tJndínu undir andlitsskýlunni. En hún gekk kveinandi fram hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.