Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1978, Blaðsíða 92
90
það, sem hann ritaði, vinsælt mjög, mikið lesið og í hávegum haft,
en smámsaman fór að draga úr því, enda voru síðustu rit hans svo
einhliða og skrúfuð í trúar- og riddaraaldarkreddum, að ekkert
unaðsbragð þótti að þeim. Tók hann sér það mjög nærri. Nú á
dögum eru skáldverk hans lítið lesin, þó margir fallegir kaflar séu
í þeim, nema eitt aðeins og það er Úndína, æfintýrið indæla, sem
er heimsfrægt og þýtt á mörg tungumál, svo þó að flestalt hitt sé
fallið í fyrnsku og gleymsku, þá mun Úndína um aldur og æfi halda
uppi nafni hans.
Af hinum mörgu skáldverkum hans skulu hér, auk Úndínu, að
eins nefnd þessi: „Sigurd Schlangentöter“, „Sigurds Rache“, „Die
Saga von dem Gunnlaugur genannt Drachenzunge“*) (1826) og
„Die Fahrten Thiodulfs des Islánders“. Úrval af ritum hans („Aus-
gwáhlte Werke“) kom út í Halle 1841 í 12 bindum.
Fr. de la Motte Fouqué var tvíkvæntur og eignaðist hann með
seinni konu sinni góz og garð í nánd við Potsdam og lifði þar
rausnarlífi meðan til vanst. En 1830 var hann kominn í fjárþröng
svo að hann varð að selja eign sína, en Friðrik Vilhjálmur Prússa-
konungur reyndist honum þá vel og styrkti hann af miklu göfug-
lyndi. Dvaldi hann síðustu æfiár sín í Berlín og dó þar 23. júní
1943.
Hið áðurnefnda kvæði Island þótti mér þess vert að það væri
til á íslenzku í heild sinni, svo að það yrði eins kunnugt mönnum
eins og svar-kvæði B. Th. Tók eg því fyrir mig að þýða þau erindin,
sem óþýdd voru áður. Þau, sem B. Th. hefir þýtt, eru til aðgrein-
ingar prentuð með skáletri.
*) Framan við það skáldrit er tileinkunarkvæði til hins íslenzka Bókmenta-
félags.